Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2024 15:04 Pútín forseti fagnar Vadím Krasikov, launmorðingja leyniþjónustunnar, þegar fangarnir lentu í Moskvu í gærkvöldi. AP/Mikhail Voskresensky/Sputnik Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. Átta Rússum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum í skiptum fyrir sextán vestræna fanga í rússneskum fangelsum í gær. Á meðal þeirra sem voru látnir lausir í Rússlandi voru blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum. Sá sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta lagði áherslu á að fá til baka umfram aðra var Vladím Krasikov sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á téténskum fyrrverandi uppreisnarmanni í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni árið 2019. Þýskur dómstóll taldi sannað að Krasikov, sem skaut fórnarlamb sitt til bana með skammbyssu með hljóðdeyfi um hábjartan dag og lagði svo á flótta, hefði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna og morðið hefði verið að skipan hennar. Rússnesk stjórnvöld sóru af sér hvers kyns aðild að morðinu. Í nýlegu viðtali gaf Pútín í skyn að það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Þá viðurkenndi hann að viðræður væru í gangi um að fá „föðurlandsvin“ lausan sem hefði útrýmt „óþokka í evrópskri höfuðborg“. Nú eftir skiptin gangast rússnesk stjórnvöld loksins við því fullum fetum að Krasikov hafi verið leyniþjónustumaður. Hann hafi starfað fyrir sérsveit leyniþjónustunnar FSB, svonefnda Alfadeild. Krasikov kom fyrstur út úr flugvélinni og í faðm Pútín þegar flugvél með fangana lenti í Moskvu í gærkvöldi. Pútín hét þeim öllum heiðursorðum. Dultsov-hjónin héldu því leyndu fyrir börnum sínum tveimur að þau væru rússnesk á meðan þau unnu á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna í Slóveníu.AP/Krill Zykov/Spútnik Börnin vissu ekki að þau væru rússnesk Aðrir fangar voru einnig útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal hjónin Artem Dultsov og Anna Dultsova sem störfuðu sem ólöglegir njósnarar í Slóveníu. Svo miki leynd ríkti yfir störfum þeirra að Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að börn þeirra tvö hafi ekki komist að því að foreldrar þeirra væru Rússar fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim. Hjónin höfðu látist vera Argentínumenn og komið skilaboðum til annarra leynilegra útsendara í Ljúbljana þar til þau voru handtekin og ákærð fyrir njósnir árið 2022. Pútín er sagður hafa heilsað börnunum á spænsku þegar hann tók á móti þeim en þau hafi ekki vitað hver hann var. „Það er þannig sem ólöglegir [njósnarar] virka og það eru fórnirnar sem þeir færa fyrir að helga sig starfi sínu,“ sagði Peskov. Reuters-fréttastofan segir að fangaskiptunum hafi verið vel tekið í Rússlandi jafnvel þó að Rússar hafi fengið helmingi færri fanga en vestræn ríki. Andrei Luguvoi, fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er eftirlýstur í Bretlandi fyrir morðið á Alexander Litvinenko, fagnaði því að fangarnir væru komnir heim til fjölskyldna sinna. „Fyrir hvern þeirra er engin eftirsjá að afhenda hóp erlendra útsendaraúrþvætta,“ skrifaði Luguvoi, sem nú er leiðtogi þjóðernisöfgaflokks á rússneska þinginu, á samfélagsmiðlinum Telegram. Rússland Bandaríkin Slóvenía Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Átta Rússum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum í skiptum fyrir sextán vestræna fanga í rússneskum fangelsum í gær. Á meðal þeirra sem voru látnir lausir í Rússlandi voru blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum. Sá sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta lagði áherslu á að fá til baka umfram aðra var Vladím Krasikov sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á téténskum fyrrverandi uppreisnarmanni í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni árið 2019. Þýskur dómstóll taldi sannað að Krasikov, sem skaut fórnarlamb sitt til bana með skammbyssu með hljóðdeyfi um hábjartan dag og lagði svo á flótta, hefði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna og morðið hefði verið að skipan hennar. Rússnesk stjórnvöld sóru af sér hvers kyns aðild að morðinu. Í nýlegu viðtali gaf Pútín í skyn að það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Þá viðurkenndi hann að viðræður væru í gangi um að fá „föðurlandsvin“ lausan sem hefði útrýmt „óþokka í evrópskri höfuðborg“. Nú eftir skiptin gangast rússnesk stjórnvöld loksins við því fullum fetum að Krasikov hafi verið leyniþjónustumaður. Hann hafi starfað fyrir sérsveit leyniþjónustunnar FSB, svonefnda Alfadeild. Krasikov kom fyrstur út úr flugvélinni og í faðm Pútín þegar flugvél með fangana lenti í Moskvu í gærkvöldi. Pútín hét þeim öllum heiðursorðum. Dultsov-hjónin héldu því leyndu fyrir börnum sínum tveimur að þau væru rússnesk á meðan þau unnu á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna í Slóveníu.AP/Krill Zykov/Spútnik Börnin vissu ekki að þau væru rússnesk Aðrir fangar voru einnig útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal hjónin Artem Dultsov og Anna Dultsova sem störfuðu sem ólöglegir njósnarar í Slóveníu. Svo miki leynd ríkti yfir störfum þeirra að Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að börn þeirra tvö hafi ekki komist að því að foreldrar þeirra væru Rússar fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim. Hjónin höfðu látist vera Argentínumenn og komið skilaboðum til annarra leynilegra útsendara í Ljúbljana þar til þau voru handtekin og ákærð fyrir njósnir árið 2022. Pútín er sagður hafa heilsað börnunum á spænsku þegar hann tók á móti þeim en þau hafi ekki vitað hver hann var. „Það er þannig sem ólöglegir [njósnarar] virka og það eru fórnirnar sem þeir færa fyrir að helga sig starfi sínu,“ sagði Peskov. Reuters-fréttastofan segir að fangaskiptunum hafi verið vel tekið í Rússlandi jafnvel þó að Rússar hafi fengið helmingi færri fanga en vestræn ríki. Andrei Luguvoi, fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er eftirlýstur í Bretlandi fyrir morðið á Alexander Litvinenko, fagnaði því að fangarnir væru komnir heim til fjölskyldna sinna. „Fyrir hvern þeirra er engin eftirsjá að afhenda hóp erlendra útsendaraúrþvætta,“ skrifaði Luguvoi, sem nú er leiðtogi þjóðernisöfgaflokks á rússneska þinginu, á samfélagsmiðlinum Telegram.
Rússland Bandaríkin Slóvenía Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira