Kjósendur VG leiti nú til Sósíalista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 22:00 Karl Héðinn segir marga kjósendur VG nú ætla að kjósa Sósíalista. Vísir/Ívar Fannar Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær, mælast Vinstri græn enn utan þings með 3,5 prósenta fylgi. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn, sem í dag hefur engan þingmann, en fylgi flokksins eykst um rúmt prósentustig. Samfylkingin mælist stærst allra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 17,2 prósent. Miðflokkur, sem hefur verið á flugi mælist með 14,6 prósent, Viðreisn með 8,8, Flokkur fólksins 8,6 og Píratar með 7,8 prósent. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 7,2 prósent. „Við erum með fast kjörfylgi svolítið en við finnum það núna að margir sem hafa stutt við VG í gegnum tíðina eru að leita frekar til okkar núna. Það verður að teljast skiljanlegt. Félagshyggjan sem VG sagðist boða hefur ekki raungerst, því miður. Við erum einbeitt á því að beita félagslegum lausnum í hag fólksins,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, fulltrúi í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist nú 28 prósent. Það er rétt meira en fylgi Samfylkingarinnar einnar, sem mælist með 27,6 prósenta fylgi. „Því er ekki að leyna að þeir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, að við myndum ekki halda meirihluta. Það er alveg ljóst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill rekja lítið fylgi flokkanna til undirliggjandi pirrings gagnvart stjórnvöldum, verðbólgu og hás vaxtastigs. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að geta, þegar að því kemur, farið í kosningabaráttu og sagt frá því hvað við höfum verið að gera á síðastliðnum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi. „Ríkisstjórnin undanfarin sjö ár hefur kynnt hverja glærukynninguna á fætur annarri án þess að skila neinum raunverulegum ábata fyrir okkur, fólkið í landinu,“ segir Karl Héðinn. „Fólk er þreytt á þessu rugli. Það sér að það er verið að ljúga að því. Alltaf er verið að lofa okkur fögrum orðum og látið sem allt sé á réttri leið en við sjáum bara að ástandið versnar og versnar. Það á við hvort sem þú lítur á heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og við sjáum líka aukna samþjöppun í sjávarútvegi.“ Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00 Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær, mælast Vinstri græn enn utan þings með 3,5 prósenta fylgi. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn, sem í dag hefur engan þingmann, en fylgi flokksins eykst um rúmt prósentustig. Samfylkingin mælist stærst allra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 17,2 prósent. Miðflokkur, sem hefur verið á flugi mælist með 14,6 prósent, Viðreisn með 8,8, Flokkur fólksins 8,6 og Píratar með 7,8 prósent. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 7,2 prósent. „Við erum með fast kjörfylgi svolítið en við finnum það núna að margir sem hafa stutt við VG í gegnum tíðina eru að leita frekar til okkar núna. Það verður að teljast skiljanlegt. Félagshyggjan sem VG sagðist boða hefur ekki raungerst, því miður. Við erum einbeitt á því að beita félagslegum lausnum í hag fólksins,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, fulltrúi í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist nú 28 prósent. Það er rétt meira en fylgi Samfylkingarinnar einnar, sem mælist með 27,6 prósenta fylgi. „Því er ekki að leyna að þeir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, að við myndum ekki halda meirihluta. Það er alveg ljóst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill rekja lítið fylgi flokkanna til undirliggjandi pirrings gagnvart stjórnvöldum, verðbólgu og hás vaxtastigs. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að geta, þegar að því kemur, farið í kosningabaráttu og sagt frá því hvað við höfum verið að gera á síðastliðnum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi. „Ríkisstjórnin undanfarin sjö ár hefur kynnt hverja glærukynninguna á fætur annarri án þess að skila neinum raunverulegum ábata fyrir okkur, fólkið í landinu,“ segir Karl Héðinn. „Fólk er þreytt á þessu rugli. Það sér að það er verið að ljúga að því. Alltaf er verið að lofa okkur fögrum orðum og látið sem allt sé á réttri leið en við sjáum bara að ástandið versnar og versnar. Það á við hvort sem þú lítur á heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og við sjáum líka aukna samþjöppun í sjávarútvegi.“
Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00 Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00
Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33