Erlent

Hand­tekin nokkrum dögum eftir að hún sagði af sér

Jón Þór Stefánsson skrifar
Misty Roberts var borgarstjóri DeRidder þangað til í síðsutu viku.
Misty Roberts var borgarstjóri DeRidder þangað til í síðsutu viku. Lögreglan í Louisiana

Misty Roberts, sem sagði af sér sem Borgarstjóri DeRidder í Louisiana-ríki Bandaríkjanna á dögunum, hefur verið handtekin grunuð um að nauðga einstaklingi undir lögaldri.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu. Rannsókn lögreglu á hendur henni varðar annars vegar nauðgun á einstaklingi undir lögaldri, og hins vegar er henni gefið að sök að vanrækja ungmenni.

Samkvæmt CBS fékk lögreglan upplýsingar sem varða meint brot Roberts síðastliðin föstudag. Þá hafi skýrslur verið teknar af tveimur ungmennum, en annað þeirra mun vera þolandinn, sem sögðu bæði að Roberts hefði „átt í kynferðislegu samneyti við brotaþola undir lögaldri á meðan hún var borgarstjóri“.

Verjandi Roberts hefur sent frá sér yfirlýsingu fyrir hennar hönd þar sem hún heldur fram sakleysi sínu.

Þennan sama föstudag og málið kom í hendur lögreglu tilkynnti Roberts að hún myndi fara í tveggja vikna leyfi. Daginn eftir greindi hún þó frá því að hún væri búin að segja af sér embætti. Það var síðan í gær, fimmtudag þegar hún gaf sig upp til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×