Potocka hneig niður á bakkanum eftir að hafa klárað sundið. Hún fékk umsvifalaust aðstoð bráðaliða sem gáfu henni súrefni.
Samkvæmt BBC er Potocka með astma og fékk astmakast eftir sundið í dag.
Potocka var flutt á sjúkrahús eftir að hafa fengið aðstoð í keppnishöllinni. Hún var með meðvitund og gat tjáð sig við læknana.
Hin 21 árs Potocka lenti í 7. sæti í sínum riðli í undanrásunum og komst ekki í undanúrslit.