Innlent

Ís­lendingar öllu veðri vanir

Jón Ísak Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Jónas segir veðrið ekki öllu máli skipta, Íslendingar séu öllu vanir.
Jónas segir veðrið ekki öllu máli skipta, Íslendingar séu öllu vanir. Vísir/Viktor Freyr

Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að útlitið sé mjög gott fyrir komandi helgi. Það sé þegar mikil stemning í bænum og í kvöld og um helgina verði stemningin komin í dalinn. Hann segir að við séum Íslendingar og öllu vön, og því skipti ekki öllu máli hvernig veðrið er.

Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Jónas í beinni útsendingu í kvöldfréttum.

Hvað eigið þið von á mörgum í ár?

„Við bara vonum það besta og vonum að það komi sem flestir. Við værum kannski voðalega ánægð ef það kæmu fimmtán þúsund manns, það væri alveg æðislegt,“ segir Jónas.

Hann segir veðrið ekki öllu máli skipta.

„Neineinei við erum Íslendingar, við erum öllu vön,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×