Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 08:26 Hægriöfgamenn hafa látið öllum illum látum eftir hnífstunguárásina í Southport í vikunni. Myndin er frá Hartlepool þar sem þeir kveiktu meðal annars í bílum. AP/Owen Humphreys/PA Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. Lögreglan í Norðymbralandi segir að lögreglumenn hafi staðið frammi fyrir alvarlegri ofbeldisógn í óeirðunum. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna, einn var útskrifaður fljótlega. Bjórdósum og múrsteinum var grýtt í lögreglumenn fyrir utan mosku og kveikt var í bílum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átta óeirðarseggir voru handteknir eftir að þeir fóru ránshendi um lögreglustöð og kveikt var í ráðgjafarmiðstöð við hliðina á henni. Lögregla rannsakar hver stóð fyrir óeirðunum. BBC segir að frá skrílnum hafi heyrst niðrandi hróp um múslima og slagorð til stuðnings hægriöfgasamtökunum Enska varnarbandalagsins (EDL). Lewis Atkinson, þingmaður Verkamannaflokksins í Sunderland, sagði að fáni nýnasistaarms EDL hafi sést í uppþotunum í gær. Til ofbeldisfullra óeirða hefur komið á nokkrum stöðum, þar á meðal í Southport, London og Manchester, í kjölfar falskra fullyrðinga um hnífstunguárásina í Southport á mánudag þar sem sautján ára piltur stakk fjölda barna með þeim afleiðingum að þrjár ungar stúlkur létust. Lygum hefur verið dreift um að árásarmaðurinn sé hælisleitandi og múslimi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales. Dómari ákvað að heimila nafngreiningu á árásarmanninum til þess að stemma stigu við upplýsingafalsi þrátt fyrir að bresk lög banni almennt að nöfn sakborninga undir lögaldri séu gerð opinber. BBC segist vita um að minnsta kosti þrjátíu fyrirhugaða mótmælafundi á vegum hægriöfgamanna vít og breytt um Bretland um helgina, þar á meðal í Southport. Hnífaárás í Southport Bretland Tengdar fréttir Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Lögreglan í Norðymbralandi segir að lögreglumenn hafi staðið frammi fyrir alvarlegri ofbeldisógn í óeirðunum. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna, einn var útskrifaður fljótlega. Bjórdósum og múrsteinum var grýtt í lögreglumenn fyrir utan mosku og kveikt var í bílum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átta óeirðarseggir voru handteknir eftir að þeir fóru ránshendi um lögreglustöð og kveikt var í ráðgjafarmiðstöð við hliðina á henni. Lögregla rannsakar hver stóð fyrir óeirðunum. BBC segir að frá skrílnum hafi heyrst niðrandi hróp um múslima og slagorð til stuðnings hægriöfgasamtökunum Enska varnarbandalagsins (EDL). Lewis Atkinson, þingmaður Verkamannaflokksins í Sunderland, sagði að fáni nýnasistaarms EDL hafi sést í uppþotunum í gær. Til ofbeldisfullra óeirða hefur komið á nokkrum stöðum, þar á meðal í Southport, London og Manchester, í kjölfar falskra fullyrðinga um hnífstunguárásina í Southport á mánudag þar sem sautján ára piltur stakk fjölda barna með þeim afleiðingum að þrjár ungar stúlkur létust. Lygum hefur verið dreift um að árásarmaðurinn sé hælisleitandi og múslimi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales. Dómari ákvað að heimila nafngreiningu á árásarmanninum til þess að stemma stigu við upplýsingafalsi þrátt fyrir að bresk lög banni almennt að nöfn sakborninga undir lögaldri séu gerð opinber. BBC segist vita um að minnsta kosti þrjátíu fyrirhugaða mótmælafundi á vegum hægriöfgamanna vít og breytt um Bretland um helgina, þar á meðal í Southport.
Hnífaárás í Southport Bretland Tengdar fréttir Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55
Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45