Fótbolti

Hart slegist eftir leik Frakk­lands og Argentínu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Leikmenn, þjálfarar, liðsstjórar, sjúkraliðar og fleiri tókust á.
Leikmenn, þjálfarar, liðsstjórar, sjúkraliðar og fleiri tókust á. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images

Rígur Frakklands og Argentínu stendur í hæstu hæðum og slagsmál brutust út eftir leik þjóðanna á Ólympíuleikunum í gær.

Eftir leikinn í 8-liða úrslitum í gær, sem Frakkland vann 1-0, brutust út slagsmál. Aðeins hafði gengið á á undan, franskir stuðningsmenn bauluðu til dæmis á argentínska þjóðsönginn fyrir leik og voru almennt ekki mjög gestrisnir.

Svo fauk allt í háaloft eftir leik og menn tókust á eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiðum.

Frá því þjóðirnar mættust í úrslitaleik HM 2022 hefur blásið köldu milli þeirra. Rígurinn var að mestu sjáanlegur á internetinu þar sem stuðningsmenn skutu föstum skotum sín á milli.

Allt þar til Enzo Fernandez fagnaði Copa América titlinum með því að syngja níðsöngva um franska landsliðið, sem tók auðvitað ekki þátt í keppninni.

Síðan þá hefur hann teygt sig utan fótboltans og svo virðist sem Frakkar og Argentínumenn muni ekki eiga góða samleið á næstunni.

https://www.visir.is/g/20242601088d/rigur-argentinu-og-frakk-lands-teygir-sig-til-annarra-i-throtta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×