Rappari borgaði sjálfur undir heilt Ólympíulið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 11:31 Rapparinn Flavor Flav var mættur í fullum herklæðum til Parísar. Getty/Mike Lawrie Ameríski rapparinn Flavor Flav hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt í tengslum við Ólympíuleikanna í París. Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira