„Þetta er 150 prósent algjör skandall“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 21:06 Shelly-Ann Fraser-Pryce var hvergi sjáanleg og hlaupabrautin hennar tóm þegar undanúrslitahlaupið fór fram i kvöld. Getty/Hannah Peters Ekkert varð úr því að Shelly-Ann Fraser-Pryce ynni til verðlauna í 100 metra hlaupi á fimmtu Ólympíuleikunum í röð. Hún keppti ekki einu sinni í undanúrslitahlaupinu og ástæðan er furðuleg. Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira