Hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 22:15 LeBron James fagnar körfu hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í París. Getty/Catherine Steenkeste Bandarísku körfuboltalandsliðið eru greinilega of góð með sig til að gista í Ólympíuþorpinu í París eins og aðrir íþróttamenn á leikunum. Í stað þess eru leikmenn liðsins á lúxushóteli í París. Sænskur íþróttafréttamaður er mjög hneykslaður á þessu og öllum aukakostnaðnum sem því fylgir. Bandarísku körfuboltalandsliðið hafa jafnan valið þá leið að gista ekki í Ólympíuþorpinu á Ólympíuleikum en leikmenn karlaliðsins eru oft meðal frægustu íþróttamanna heims og áreitið því mikið á þá í Ólympíuþorpinu. Tveir milljarðar króna Körfuboltafólkið er hins vegar frjálst að mæta í þorpið sem þau gera í einhverjum mæli. Hvort að það sé ástæðan eða kröfur leikmanna um meiri lúxus þá er ljóst að þetta fyrirkomulag kallar á fimmtán milljónir dollara í aukakostnað samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Það eru meira en tveir milljarðar íslenskra króna. Nick Rajacic, körfuboltasérfræðingur sænska ríkisútvarpsins, hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Þeir eyða fimmtán milljón Bandaríkjadölum svo að bæði karla- og kvennalandsliðið geti gist fyrir utan Ólympíuþorpið á einhverju lúxushóteli,“ sagði Rajacic. Hvað er að gerast með íþróttirnar? „Fimmtán milljónir dollara. Hvað er að gerast með íþróttirnar? Ég sjálfur fór með rútu á körfuboltamót í Eskilstuna og svaf á loftdýnu í skólastofu með þrettán liðsfélögum sem hrutu allir. Þetta er þvert gegn öllu því sem Ólympíuandinn stendur fyrir,“ sagði Rajacic. „Sofa þau kannski í rúmum úr gulli? Eru þau með þjóna þarna? Mér finnst þetta vera úti í hött og algjörlega tilgangslaust,“ sagði Rajacic. Það er eitt að gista á hótelum en að það kosti meira en tvo milljarða króna er furðulegt. Bæði bandarísku landsliðin hafa unnið leiki sína til þessa á leikunum og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að þau vinni gullverðlaunin í ár. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Sænskur íþróttafréttamaður er mjög hneykslaður á þessu og öllum aukakostnaðnum sem því fylgir. Bandarísku körfuboltalandsliðið hafa jafnan valið þá leið að gista ekki í Ólympíuþorpinu á Ólympíuleikum en leikmenn karlaliðsins eru oft meðal frægustu íþróttamanna heims og áreitið því mikið á þá í Ólympíuþorpinu. Tveir milljarðar króna Körfuboltafólkið er hins vegar frjálst að mæta í þorpið sem þau gera í einhverjum mæli. Hvort að það sé ástæðan eða kröfur leikmanna um meiri lúxus þá er ljóst að þetta fyrirkomulag kallar á fimmtán milljónir dollara í aukakostnað samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Það eru meira en tveir milljarðar íslenskra króna. Nick Rajacic, körfuboltasérfræðingur sænska ríkisútvarpsins, hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Þeir eyða fimmtán milljón Bandaríkjadölum svo að bæði karla- og kvennalandsliðið geti gist fyrir utan Ólympíuþorpið á einhverju lúxushóteli,“ sagði Rajacic. Hvað er að gerast með íþróttirnar? „Fimmtán milljónir dollara. Hvað er að gerast með íþróttirnar? Ég sjálfur fór með rútu á körfuboltamót í Eskilstuna og svaf á loftdýnu í skólastofu með þrettán liðsfélögum sem hrutu allir. Þetta er þvert gegn öllu því sem Ólympíuandinn stendur fyrir,“ sagði Rajacic. „Sofa þau kannski í rúmum úr gulli? Eru þau með þjóna þarna? Mér finnst þetta vera úti í hött og algjörlega tilgangslaust,“ sagði Rajacic. Það er eitt að gista á hótelum en að það kosti meira en tvo milljarða króna er furðulegt. Bæði bandarísku landsliðin hafa unnið leiki sína til þessa á leikunum og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að þau vinni gullverðlaunin í ár. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira