Innlent

Aukin skriðuhætta og breytt hlut­verk kirkjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
boæl

Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Í hádegisfréttum á Bylgjunni förum við yfir það hvernig hátíðarhöld fóru fram í nótt.

Þá verður rætt við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing en gul veðurviðvörun tekur gildi á sunnan- og austanverðu landinu síðdegis. Þá er aukin hætta á skriðuföllum vegna úrkomu.

Umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að tala máli nýsköpunarfyrirtækja. Slíkt hafi skapað mikil verðmæti fyrir samfélagið.

Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum víðs vegar um Bretland í gær. Eins og síðustu nætur grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignarspjöll.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×