Fótbolti

Fengu á sig svekkjandi jöfnunarmark í uppbótatíma

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kolbeinn Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Göteborg.
Kolbeinn Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Göteborg. göteborgs-posten

Kolbeinn Þórðarson og félagar í IFK Gautaborg voru næstum því búnir að vinna frábæran útisigur Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Liðin gerðu á endanum 1-1 jafntefli eftir að Djurgården skoraði jöfnunarmarkið á þriðju mínútu í uppbótatíma.

Leikurinn átti að byrja klukkan tólf en veður setti strik í reikninginn og leiknum var frestað um klukkutíma. Stuðningsmenn gestaliðsins létu það hins vegar ekkert á sig fá og héldu uppi stemningunni í stúkunni á meðan.

@purofotboll Despite the delayed match and chaotic rain, Djurgården’s fans are in high spirits! ⚽️🎉 IFK Göteborg 🇸🇪 vs. Djurgårdens IF 🇸🇪 #fördig #fördigpage #stockholm #allsvenskan #foryou #foryoupage #sverige #göteborg #djurgården ♬ originalljud - PuroFotboll⚽️
@purofotboll 🇸🇪 IFK Göteborg fans remain in high spirits despite the delayed start and rainy chaos! 🌧️⚽💙#fördig #fördigpage #stockholm #allsvenskan #foryou #foryoupage #sverige #göteborg #djurgården #ultras #fans ♬ originalljud - PuroFotboll⚽️

Óvíst var hvort leikurinn gæti farið fram en það stytti á endanum upp og hann hófst rétt rúmum klukkutíma á eftir áætlun.

Thomas Santos kom Gautaborgarliðinu í 1-0 á 59. mínútu og þannig var staðan í meira en hálftíma.

Adam Stahl jafnaði hins vegar fyrir Djurgården í lok leiksins og tryggði liðinu stig.

Kolbeinn spilaði allan leikinn á miðjunni og fékk gult spjald á 23. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×