Mahuchikh hvíldi sig milli stökka, í bókstaflegri merkinu. Hún lagðist nefnilega í svefnpoka úti á vellinum og lagði sig eins og hún væri heima í rúmi en ekki úti á velli á stærsta sviði íþróttanna.
Þetta skilaði betur góðum árangri því Mahuchikh stóð uppi sem sigurvegari í hástökkinu. Hún stökk 2,0 metra líkt og Nicola Olyslagers en sú síðarnefnda þurfti fleiri tilraunir.
Mahuchikh hefur verið í miklu stuði að undanförnu og sló heimsmetið í hástökki á Demantamóti fyrr í þessum mánuði.
Heimsmet hinnar 22 ára Mahuchikh er 2,10 metrar.