Áfram eru gular viðvaranir í gildi á Vestfjörðum, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austfjörðum. Úrhellisrigning er á Austfjörðum og norðanverðum ströndum og má því búast við miklum vatnavöxtum í ám og lækjum og varað hefur verið við aukinni skriðuhættu. Fólk er hvatt til að huga vel að veðri áður en haldið er í ferðalög.
Forsætisráðherra Bangladess hefur sagt af sér og flúið land. Hundruð hafa dáið í mótmælum í landinu undanfarnar vikur.
Þá hefur alsírsk hnefaleikakona biðlað til fólks að láta af linnulausu áreiti. Hún hefur verið milli tannana á fólki eftir að hún sigraði ítalska hnefaleikakonu í bardaga í liðinni viku.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.