Fótbolti

Víkingar eiga góða mögu­leika á að komast í riðlakeppnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nikolaj Hansen og félagar í Víkingi stefna á að leika sama leik og Breiðablik í fyrra og komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Nikolaj Hansen og félagar í Víkingi stefna á að leika sama leik og Breiðablik í fyrra og komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/diego

Víkingur á góða möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en dregið var í umspil um sæti í henni í dag.

Sigurvegarinn úr einvígi Víkings og Flora Tallin í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir annað hvort Santa Coloma frá Andorra og RFS frá Lettlandi í umspili um sæti í riðlakeppninni.

Santa Coloma og RFS mætast í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigurvegarinn fer í umspil en tapliðið í umspil í Sambandsdeildinni.

Víkingur tekur á móti Flora Tallin í fyrri leik liðanna á fimmtudaginn. Liðin mætast svo í Eistlandi fimmtudaginn 15. ágúst.

Víkingur sló Egnatia frá Albaníu úr leik í síðustu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingar unnu seinni leikinn ytra, 0-2, eftir að hafa tapað 1-0 í Víkinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×