Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 15:00 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. Í Bandaraíkjunum féll S&P 500 um 4,1 prósent, og tæknirisinn Nasdaq féll um 6,3 prósent. Í Lundúnum féll FTSE 100 sjóðurinn um 2,8 prósent, og í París féll CAC-40 um 2,5 prósent. DAX í Frankfurt féll um 3,2 prósent. Þar áður féllu markaðir í Asíu, þar sem Nikkei 225 í Japan féll um 12,4 prósent, eða um 4,451 stig. Það er stærsta hrun þess frá upphafi. Markaðir féllu einnig í Taiwan, Suður-Kóreu, Indlandi, Ástralíu, Hong Kong og Shanghai. Kemur til vegna vinnumarkaðstalna Lækkunin kom beint í kjölfar nýrra vinnumarkaðstalna í Bandaríkjunum, en þar jókst atvinnuleysi úr 4,1 prósentum í 4,3 prósent. Þetta olli áhyggjum um að vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum væri farinn að kólna. Gunnar Örn Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion Banka, segir að vinnumarkaðstölurnar í síðustu viku hafi ýtt þessu öllu af stað. Þetta hafi ef til vill komið á óvart, því hagvaxtartölur vikuna þar á undan vestanhafs voru yfir væntingum markaðsaðila. „Markaðurinn hefur verið frekar yfirspenntur virðist vera, og miklar væntingar í honum,“ segir Gunnar. Yfirleitt rétti markaðurinn svo úr kútnum. Lækkunin hefur fyrst og fremst áhrif á tæknifyrirtæki, segir Gunnar, en áhrifin hafi smitáhrif á allan hlutabréfamarkaðinn. Gunnar segir að nú séu meiri líkur á því að bandaríski seðlabankinn lækki vexti í september. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í Bandaraíkjunum féll S&P 500 um 4,1 prósent, og tæknirisinn Nasdaq féll um 6,3 prósent. Í Lundúnum féll FTSE 100 sjóðurinn um 2,8 prósent, og í París féll CAC-40 um 2,5 prósent. DAX í Frankfurt féll um 3,2 prósent. Þar áður féllu markaðir í Asíu, þar sem Nikkei 225 í Japan féll um 12,4 prósent, eða um 4,451 stig. Það er stærsta hrun þess frá upphafi. Markaðir féllu einnig í Taiwan, Suður-Kóreu, Indlandi, Ástralíu, Hong Kong og Shanghai. Kemur til vegna vinnumarkaðstalna Lækkunin kom beint í kjölfar nýrra vinnumarkaðstalna í Bandaríkjunum, en þar jókst atvinnuleysi úr 4,1 prósentum í 4,3 prósent. Þetta olli áhyggjum um að vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum væri farinn að kólna. Gunnar Örn Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion Banka, segir að vinnumarkaðstölurnar í síðustu viku hafi ýtt þessu öllu af stað. Þetta hafi ef til vill komið á óvart, því hagvaxtartölur vikuna þar á undan vestanhafs voru yfir væntingum markaðsaðila. „Markaðurinn hefur verið frekar yfirspenntur virðist vera, og miklar væntingar í honum,“ segir Gunnar. Yfirleitt rétti markaðurinn svo úr kútnum. Lækkunin hefur fyrst og fremst áhrif á tæknifyrirtæki, segir Gunnar, en áhrifin hafi smitáhrif á allan hlutabréfamarkaðinn. Gunnar segir að nú séu meiri líkur á því að bandaríski seðlabankinn lækki vexti í september.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira