Fótbolti

PSG kaupir einn efni­legasta miðjumann Evrópu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joao Neves í leik á EM í Þýskalandi.
Joao Neves í leik á EM í Þýskalandi. getty/Gerrit van Keulen

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa fest kaup á portúgalska miðjumanninum Joao Neves frá Benfica. Talið er að kaupverðið sé um sextíu milljónir punda.

Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Neves leikið níu landsleiki fyrir Portúgal og var í portúgalska hópnum á EM í sumar. Hann kom við sögu í tveimur leikjum í Þýskalandi.

Neves braut sér leið inn í aðallið Benfica í byrjun síðasta árs. Hann lék 75 leiki fyrir liðið og skoraði fjögur mörk. Neves varð portúgalskur meistari með Benfica í fyrra.

Neves skrifaði undir fimm ára samning við PSG. Þar hittir hann fyrir félaga sína í portúgalska landsliðinu: Goncalo Ramos, Danilo Pereira, Nuno Mendes og Vitinha.

PSG varð franskur meistari á síðasta tímabili og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í sumar yfirgaf markahæsti leikmaður í sögu félagsins, Kylian Mbappé, það og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×