Öflugar gufusprengingar hafi orðið í Hveradölum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 16:56 Um er að ræða hver skammt austan við norðurenda göngupallsins. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Öflugar gufusprengingar hafa orðið í einum hvernum við skíðaskálann í Hveradölum á Hellisheiði í sumar sem hefur kastað leir og drullu upp í hlíðina fyrir ofan. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því í færslu að töluverðar breytingar hafi orðið á hverasvæðinu. Um er að ræða hver skammt austan við norðurenda göngupallsins. Mikil aurskriða úr leir og jarðvegi hefur myndast fyrir neðan hverinn og þekur hún nú stórt svæði sem áður var grasi gróið. Í færslunni segir að nokkuð sé um dauðan gróður í kringum aurkeiluna og því líklegt að sjóðheitt vatn hafi flætt um svæðið. Mögulega hafi gígskál hversins gefið sig og funheitt efnið gusast úr honum. Hverinn hafi einnig rofið gróðurlendi í kringum sig og nokkuð sé um jarðvegstorfur sem hafa borist niður með aurkeilunni. Loftmynd af vettvangi.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að þeim sé ekki kunnugt um nákvæma tímasetningu á því hvenær þetta á að hafa gerst en að það muni hafa verið á allra síðustu vikum. „Svæðið hefur verið nokkuð til umræðu síðustu misseri vegna breytinga sem orðið hafa á jarðhitasvæðinu á yfirborði. Hefur meðal annars tekið að rjúka undan hringveginum, auk þess sem sífellt meiri gufa stígur upp úr hrauninu sunnan vegarins,“ segir í færslunni. Jarðhiti Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því í færslu að töluverðar breytingar hafi orðið á hverasvæðinu. Um er að ræða hver skammt austan við norðurenda göngupallsins. Mikil aurskriða úr leir og jarðvegi hefur myndast fyrir neðan hverinn og þekur hún nú stórt svæði sem áður var grasi gróið. Í færslunni segir að nokkuð sé um dauðan gróður í kringum aurkeiluna og því líklegt að sjóðheitt vatn hafi flætt um svæðið. Mögulega hafi gígskál hversins gefið sig og funheitt efnið gusast úr honum. Hverinn hafi einnig rofið gróðurlendi í kringum sig og nokkuð sé um jarðvegstorfur sem hafa borist niður með aurkeilunni. Loftmynd af vettvangi.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að þeim sé ekki kunnugt um nákvæma tímasetningu á því hvenær þetta á að hafa gerst en að það muni hafa verið á allra síðustu vikum. „Svæðið hefur verið nokkuð til umræðu síðustu misseri vegna breytinga sem orðið hafa á jarðhitasvæðinu á yfirborði. Hefur meðal annars tekið að rjúka undan hringveginum, auk þess sem sífellt meiri gufa stígur upp úr hrauninu sunnan vegarins,“ segir í færslunni.
Jarðhiti Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira