Valdimar Þór: Það er kominn tími á að vinna heima Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2024 21:43 Valdimar Þór Ingimundarson gat leyft sér að fagna í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk og tryggði Víking sigurinn gegn FH. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Víkingur vann FH 2-3 á útivelli í Kaplakrika fyrr í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir voru undir þegar Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem skópu tvö mörk til að tryggja sigurinn. Valdimar var alveg sammála því að þetta hafi verið allt að því fullkomin innkoma. „Ertu með það. Ég er allavega sáttur með þetta. Ég geri bara það sem ég er góður í þegar ég kem inn á. Ég reyni bara að hjálpa liðinu mínu enda er það grunnurinn að því að vera góður varamaður.“ Víkingur var mikið meira með boltann í kvöld án þess þó að ná að brjóta vörn FH-inga niður. Hvað breyttist þegar Valdimar og Sveinn Gísli komu inn á? „Leikirnir breytast bara með öðruvísi leikmönnum sem koma inn á. Svo opnast leikir oft þegar líður á þá. Ég get ekki sett puttann á eitthvað eitt sem breyttist. Skiptingar breyta leikjum bara rosalega mikið.“ Það hefði verið hægt að færa rök fyrir því að það væri erfiðara fyrir Víking að ná í sigurinn í kvöld, verandi á milli Evrópuverkefna, þannig að þessi sigur hlýtur að gefa liðinu rosalega mikið. „Já alveg klárlega, við viljum vinna alla leiki og það er erfiðara þegar við erum að spila alla þessa leik og menn eru að detta í meiðsli. Eins og Arnar hefur oft talað um þá er hópurinn númer eitt, tvö og þrjú og allir eru að skila sínu.“ Um næstu leiki, þá sérstaklega Evrópu þá var Valdimar spenntur þó Víkingur gæti ekki verið að hugsa of langt fram í tímann. Þó að gulrótin væri stór. „Ég er ekki að spá í næsta verkefni. Við þurfum að byrja á því að eiga sterkan leik á heimavelli, eitthvað sem við höfum ekki náð að gera. Við gerum jafntefli á móti Shamrock og töpum síðan seinni heimaleiknum í Evrópukeppni. Þannig að það er kominn tími á að vinna heima og koma okkur í góða stöðu fyrir útileikinn.“ Hvað vita Víkingar um Floru Tallin? „Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvaða lið þetta er“, sagði Valdimar og hló við áður en hann hélt áfram. „Við fáum væntanlega góðar upplýsingar um liðið á fundi á morgun og förum vel yfir þetta þá.“ Aðspurður um standið á sjálfum sér og tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik sagði Valdimar að lokum: „Mér líður vel. Ég meiddist aðeins í byrjun tímabils en er búinn að haldast heill síðan. Já er það ekki, eigum við ekki að segja að ég geri tilkall til byrjunarliðssætis. Ég er búinn að byrja einhverja tvo leiki í röð þannig að ég vona að ég byrji allavega.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Sjá meira
Valdimar var alveg sammála því að þetta hafi verið allt að því fullkomin innkoma. „Ertu með það. Ég er allavega sáttur með þetta. Ég geri bara það sem ég er góður í þegar ég kem inn á. Ég reyni bara að hjálpa liðinu mínu enda er það grunnurinn að því að vera góður varamaður.“ Víkingur var mikið meira með boltann í kvöld án þess þó að ná að brjóta vörn FH-inga niður. Hvað breyttist þegar Valdimar og Sveinn Gísli komu inn á? „Leikirnir breytast bara með öðruvísi leikmönnum sem koma inn á. Svo opnast leikir oft þegar líður á þá. Ég get ekki sett puttann á eitthvað eitt sem breyttist. Skiptingar breyta leikjum bara rosalega mikið.“ Það hefði verið hægt að færa rök fyrir því að það væri erfiðara fyrir Víking að ná í sigurinn í kvöld, verandi á milli Evrópuverkefna, þannig að þessi sigur hlýtur að gefa liðinu rosalega mikið. „Já alveg klárlega, við viljum vinna alla leiki og það er erfiðara þegar við erum að spila alla þessa leik og menn eru að detta í meiðsli. Eins og Arnar hefur oft talað um þá er hópurinn númer eitt, tvö og þrjú og allir eru að skila sínu.“ Um næstu leiki, þá sérstaklega Evrópu þá var Valdimar spenntur þó Víkingur gæti ekki verið að hugsa of langt fram í tímann. Þó að gulrótin væri stór. „Ég er ekki að spá í næsta verkefni. Við þurfum að byrja á því að eiga sterkan leik á heimavelli, eitthvað sem við höfum ekki náð að gera. Við gerum jafntefli á móti Shamrock og töpum síðan seinni heimaleiknum í Evrópukeppni. Þannig að það er kominn tími á að vinna heima og koma okkur í góða stöðu fyrir útileikinn.“ Hvað vita Víkingar um Floru Tallin? „Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvaða lið þetta er“, sagði Valdimar og hló við áður en hann hélt áfram. „Við fáum væntanlega góðar upplýsingar um liðið á fundi á morgun og förum vel yfir þetta þá.“ Aðspurður um standið á sjálfum sér og tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik sagði Valdimar að lokum: „Mér líður vel. Ég meiddist aðeins í byrjun tímabils en er búinn að haldast heill síðan. Já er það ekki, eigum við ekki að segja að ég geri tilkall til byrjunarliðssætis. Ég er búinn að byrja einhverja tvo leiki í röð þannig að ég vona að ég byrji allavega.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Sjá meira
Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35