Drykkjufólk er ekki bara leiðinlegt Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 6. ágúst 2024 13:00 Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag er öldin önnur, blessunarlega, enda erum við mun fróðari um skaðsemi reykinga. Búið er að úthýsa reykingum á flestum stöðum, fjarlægja sígarettupakkana úr augsýn almennings og merkja þá með varnaðarorðum. Flest getum við dregið að okkur hreinna lofti og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess. Samt er það nú svo að sumt fólk getur reykt sér að skaðlausu. Það má vel finna dæmi þess að einhver hafi reykt alla sína tíð en hafi aldrei kennt sér meins og náð háum aldri. Þá eru dæmin enn fleiri um manneskjur sem reykir aðeins við tilteknar aðstæður, t.d. þegar fólk kemur saman, og getur látið það vera þess á milli. Það virðist ekki vera háð nikótíninu. Þrátt fyrir þau sem virðast þola tóbakið vel hefur verið brugðist við reykingafaraldrinum með fyrrnefndum hætti og hefur það gefið góða raun. Dregið hefur mjög úr reykingum og heilsa fólks eflst að sama skapi. Það er því óhætt að fagna þessum aðgerðum. Þau eru líklega fá sem vilja hverfa aftur til reykjarsvælunnar. Í ljósi þess hversu margt hefur verið gert til að sporna gegn reykingum og hefur gefið góða raun er mjög undarlegt að það komi allt annað hljóð í strokkinn þegar litið er til annars og mun verri skaðvalds sem er vímuefnið áfengi. Í því efni vill meira að segja hópur fólks að það fáist sem víðast og sé sem aðgengilegast. Flest vitum við hvað áfengisneysla getur gert mikinn skaða. Þá svara vímuefnaneytendur því hins vegar til að þarna fari einhver takmarkaður hópur alkóhólista sem kunni ekkert með vín að fara. Það má vel til sanns vegar færa að ekki er allt fólk alkóhólistar en þá má minna á að ekki er allt reykingafólk nikótínistar en samt hefur verið brugðist við með áhrifaríkum hætti og með velferð allra í huga. Einnig er gjarnan bent á óbeinar reykingar og þá staðreynd að reykingafólkið sé að eitra loftið fyrir öðrum. Það er vissulega rétt en það á einnig við um drykkjufólkið þar sem drykkjan er sjaldnast einkamál þess. Fyrir utan hvað drykkjufólk er jafnan leiðinlegt má rekja allt of mikið, hvers kyns ofbeldi og vanrækslu til drykkjuskaparins og meira en svo að hægt sé að réttlæta það að ekkert sé að gert, einkum þegar horft er til barna. Þessi lög og reglugerðir sem snúa að tóbaki eru mjög til bóta og ekki hvað síst fyrir börnin sem þurftu hér áður fyrr að þola við í reykjarmekkinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að verja börnin fyrir drykkjuskapnum. Við erum mun upplýstari en áður um skaðann sem hlýst af drykkjunni og vitum að það er öllum til heilla að temja sér áfengislausan lífsstíl. Í það minnsta er þarft að umgangast áfengið líkt og það fíkni- og vímuefni sem það er. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag er öldin önnur, blessunarlega, enda erum við mun fróðari um skaðsemi reykinga. Búið er að úthýsa reykingum á flestum stöðum, fjarlægja sígarettupakkana úr augsýn almennings og merkja þá með varnaðarorðum. Flest getum við dregið að okkur hreinna lofti og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess. Samt er það nú svo að sumt fólk getur reykt sér að skaðlausu. Það má vel finna dæmi þess að einhver hafi reykt alla sína tíð en hafi aldrei kennt sér meins og náð háum aldri. Þá eru dæmin enn fleiri um manneskjur sem reykir aðeins við tilteknar aðstæður, t.d. þegar fólk kemur saman, og getur látið það vera þess á milli. Það virðist ekki vera háð nikótíninu. Þrátt fyrir þau sem virðast þola tóbakið vel hefur verið brugðist við reykingafaraldrinum með fyrrnefndum hætti og hefur það gefið góða raun. Dregið hefur mjög úr reykingum og heilsa fólks eflst að sama skapi. Það er því óhætt að fagna þessum aðgerðum. Þau eru líklega fá sem vilja hverfa aftur til reykjarsvælunnar. Í ljósi þess hversu margt hefur verið gert til að sporna gegn reykingum og hefur gefið góða raun er mjög undarlegt að það komi allt annað hljóð í strokkinn þegar litið er til annars og mun verri skaðvalds sem er vímuefnið áfengi. Í því efni vill meira að segja hópur fólks að það fáist sem víðast og sé sem aðgengilegast. Flest vitum við hvað áfengisneysla getur gert mikinn skaða. Þá svara vímuefnaneytendur því hins vegar til að þarna fari einhver takmarkaður hópur alkóhólista sem kunni ekkert með vín að fara. Það má vel til sanns vegar færa að ekki er allt fólk alkóhólistar en þá má minna á að ekki er allt reykingafólk nikótínistar en samt hefur verið brugðist við með áhrifaríkum hætti og með velferð allra í huga. Einnig er gjarnan bent á óbeinar reykingar og þá staðreynd að reykingafólkið sé að eitra loftið fyrir öðrum. Það er vissulega rétt en það á einnig við um drykkjufólkið þar sem drykkjan er sjaldnast einkamál þess. Fyrir utan hvað drykkjufólk er jafnan leiðinlegt má rekja allt of mikið, hvers kyns ofbeldi og vanrækslu til drykkjuskaparins og meira en svo að hægt sé að réttlæta það að ekkert sé að gert, einkum þegar horft er til barna. Þessi lög og reglugerðir sem snúa að tóbaki eru mjög til bóta og ekki hvað síst fyrir börnin sem þurftu hér áður fyrr að þola við í reykjarmekkinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að verja börnin fyrir drykkjuskapnum. Við erum mun upplýstari en áður um skaðann sem hlýst af drykkjunni og vitum að það er öllum til heilla að temja sér áfengislausan lífsstíl. Í það minnsta er þarft að umgangast áfengið líkt og það fíkni- og vímuefni sem það er. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun