Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin fimm úr fjörugum leik FH og Víkings

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Valdimar Þór kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk. Danijel Dejan Djuric byrjaði en komst ekki á blað.
Valdimar Þór kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk. Danijel Dejan Djuric byrjaði en komst ekki á blað. vísir / diego

Víkingur vann FH í fjörugum fimm marka leik í gærkvöldi. Víkingar komust yfir, lentu svo undir en tryggðu 3-2 sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Helgi Guðjónsson skoraði strax á 2. mínútu og kom Víkingi yfir. Heimamenn voru hins vegar mjög fljótir að jafna og á 11. mínútu tóku þeir 2-1 forystu.

Þar við sat þar til á 65. mínútu þegar varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson jafnaði leikinn. Hann var svo aftur á ferðinni á 80. mínútu og tryggði gestunum 3-2 sigur.

Klippa: Mörkin úr FH-Víkingur

Öll mörk leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum

Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×