Fótbolti

Mark­vörðurinn skoraði ó­trú­legt mark er Guð­mundur og fé­lagar tóku for­ystuna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Armenski landsliðsmarkvörðurinn Ognjen Cancarevic skoraði ótrúlegt mark í forkeppni Sambandsdeildarinnar í dag.
Armenski landsliðsmarkvörðurinn Ognjen Cancarevic skoraði ótrúlegt mark í forkeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Levan Verdzeuli - UEFA/UEFA via Getty Images

Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í armenska liðinu Noah unnu virkilega sterkan 3-1 sigur er liðið mætti AEK frá Aþenu í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag.

Guðmundur var í byrjunarliði Noah og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar fyrir liðið. Það voru þó gestirnir í AEK sem voru fyrri til að bjróta ísinn þegar Levi Garcia kom boltanum í netið á 22. mínútu áður en Frakkinn Virgile Pinson jafnaði metin fyrir heimamenn rúmum tíu mínútum síðar.

Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Annað leiksins kom hins vegar úr vægast sagt óvæntri átt því markvörður Noah, Ognjen Cancarevic, reyndist hetja liðsins.

Þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma spyrnti Cancarevic langt frá marki. Misheppnuð sending hans breyttist í afar vel heppnað skot og boltinn skoppaði yfir Thomas Strakosha í marki AEK og þaðan í netið.

Goncalo Gregorio gerði svo endanlega út um leikinn með marki á áttundu mínútu uppbótartíma og þar við sat.

Niðurstaðan því sterkur 3-1 sigur Noah sem fer með gott forskot í seinni leik liðanna sem fram fer í Grikklandi á fimmtudaginn í næstu viku, þann 15. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×