Fótbolti

Banda­ríkin í úr­slit eftir framlengdan leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sophia Smith skoraði sigurmark Bandaríkjanna.
Sophia Smith skoraði sigurmark Bandaríkjanna. Brad Smith/ISI/Getty Images

Bandaríkin komu sér í úrslit Ólympíuleikanna í knattspyrnu kvenna er liðið vann 1-0 sigur gegn Þjóðverjum í framlengdum leik.

Þýska liðið var án þeirra Alexöndru Popp og Leu Schuller og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir þær þýsku.

Badaríska liðið skapaði sér hættulegri færi í leiknum. Inn vildi boltinn þó ekki, hvorki í fyrri né seinni hálfleik, og niðurstaðan því markalaust jafntefli að loknum venjulegum leiktíma og uppbótartíma.

Því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.

Þar reyndust bandarísku stelpurnar sterkari og Sophia Smith kom liðinu yfir á 95. mínútu eftir stoðsendingu frá Mallory Swanson. Reyndist það eina mark leiksins og Bandaríkin fögnuði því 1-0 sigri og sæti í úrslitum gegn annað hvort Brasilíu eða Spáni um leið.

Þjóðverjar þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að leika um brons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×