Handbolti

Norsku stelpunar hans Þóris flugu í undan­úr­slit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum.
Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum. Steph Chambers/Getty Images

Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirsson, vann öruggan 17 marka sigur er liðið mætti Brasilíu í undanúrslitum handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í kvöld.

Norska liðið hafði mikla yfirburði frá upphafi til enda og náði fljótt fjögurra marka forskoti í stöðunni 5-1. Mest náðu norsku stelpurnar átta marka forystu í fyrri hálfleik, og sá var munurinn þegar liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 16-8.

Síðari hálfleikur var svo hálfgert formsatriði fyrir norska liðið. Þær brasilísku voru aldrei nálægt því að ógna forystu Norðmanna og Noregur vann að lokum 17 marka sigur, 32-15.

Þórir er þar með búinn að stýra norska liðinu í undanúrslit þar sem Noregur mætir Dönum. Þetta eru fimmtu leikarnir í röð sem Þórir fer með liðinu á þetta stig keppninnar, en norska liðið hefur hins vegar ekki fagnað sigri á Ólympíuleikunum síðan í London árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×