Fyrrum Englandsmeistari færir sig yfir í hnefaleikahringinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2024 18:31 Danny Simpson sést hér hægra megin á myndinni fagna Englandsmeistaratitlinum með Wes Morgan. Shaun Botterill/Getty Images Danny Simpson, fyrrum leikmaður Leicester City og Manchester United, lagði skóna á hilluna fyrr á árinu. Hann hefur nú ákveðið að skipta um íþrótt og gerast hnefaleikakappi. Fyrsti bardaginn verður þann 31. ágúst gegn YouTube-stjörnunni Danny Aarons. Bardaginn er skipulagður af Misfits Boxing sem samfélagsmiðlamógullinn KSI fer fyrir. Danny Aarons átti að berjast við TikTok-stjörnuna Brandon ‘Beavo’ Beavis þann 31. ágúst en hann dró sig frá vegna meiðsla. 🚨🥊 Premier League winner, Danny Simpson (37) will square up against social media star, Danny Aarons (22) in a boxing match on the Misfits Boxing undercard in Dublin, August 31st. pic.twitter.com/jBVWNKD95d— The Football Shirt Club (@TFSCUK) August 7, 2024 Vegna meiðslanna var Danny Simpson fenginn í staðinn en þetta verður hans fyrsti bardagi á ferlinum. „Þetta var ótrúlegt. Ég hélt ég væri kannski ekki að fara að berjast en svo fæ ég símtal sem sagði að það væri fyrrum fótboltamaður klár í slaginn. Ég vissi ekki einu sinni hver það væri en ég var til í það,“ sagði mótherjinn Danny Aarons. Danny stefndi á að verða þjálfari og sást stundum á hliðarlínunni hjá Manchester United undir lok síðasta tímabils.James Gill - Danehouse/Getty Images Danny Simpson var hluti af goðsagnakenndu liði Leicester City sem varð Englandsmeistari 2015-16. Hann fór frá félaginu 2019, flakkaði um neðri deildirnar og lagði svo skóna á hilluna í byrjun árs 2024. Þá sneri hann aftur til uppeldisfélagsins Manchester United og ætlaði sér að verða þjálfari en hefur tekið heldur breytta stefnu í lífinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney ræðir við KSI um boxbardaga Wayne Rooney á nú í viðræðum við bardagamótshaldarann og samfélagsmiðlastjörnuna KSI. Talið er Rooney sé opinn fyrir bardaga á árinu og hafi beðið fyrirtæki KSI um að skipuleggja hann. 15. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Bardaginn er skipulagður af Misfits Boxing sem samfélagsmiðlamógullinn KSI fer fyrir. Danny Aarons átti að berjast við TikTok-stjörnuna Brandon ‘Beavo’ Beavis þann 31. ágúst en hann dró sig frá vegna meiðsla. 🚨🥊 Premier League winner, Danny Simpson (37) will square up against social media star, Danny Aarons (22) in a boxing match on the Misfits Boxing undercard in Dublin, August 31st. pic.twitter.com/jBVWNKD95d— The Football Shirt Club (@TFSCUK) August 7, 2024 Vegna meiðslanna var Danny Simpson fenginn í staðinn en þetta verður hans fyrsti bardagi á ferlinum. „Þetta var ótrúlegt. Ég hélt ég væri kannski ekki að fara að berjast en svo fæ ég símtal sem sagði að það væri fyrrum fótboltamaður klár í slaginn. Ég vissi ekki einu sinni hver það væri en ég var til í það,“ sagði mótherjinn Danny Aarons. Danny stefndi á að verða þjálfari og sást stundum á hliðarlínunni hjá Manchester United undir lok síðasta tímabils.James Gill - Danehouse/Getty Images Danny Simpson var hluti af goðsagnakenndu liði Leicester City sem varð Englandsmeistari 2015-16. Hann fór frá félaginu 2019, flakkaði um neðri deildirnar og lagði svo skóna á hilluna í byrjun árs 2024. Þá sneri hann aftur til uppeldisfélagsins Manchester United og ætlaði sér að verða þjálfari en hefur tekið heldur breytta stefnu í lífinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney ræðir við KSI um boxbardaga Wayne Rooney á nú í viðræðum við bardagamótshaldarann og samfélagsmiðlastjörnuna KSI. Talið er Rooney sé opinn fyrir bardaga á árinu og hafi beðið fyrirtæki KSI um að skipuleggja hann. 15. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Rooney ræðir við KSI um boxbardaga Wayne Rooney á nú í viðræðum við bardagamótshaldarann og samfélagsmiðlastjörnuna KSI. Talið er Rooney sé opinn fyrir bardaga á árinu og hafi beðið fyrirtæki KSI um að skipuleggja hann. 15. febrúar 2024 07:00