Þekkir sjúkdóminn sem dró barnabarnið til dauða af eigin raun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2024 09:51 Sigurður segir orðið erfitt að hlaupa hálfmaraþon en það gerir hann í minningu sonardóttur sinnar. Sigurður Gunnsteinsson tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár þar sem hann hyggst hlaupa hálfmaraþon og safna áheitum fyrir SÁÁ í minningu sonardóttur sinnar, sem lést aðeins 26 ára gömul úr fíknisjúkdómi. Sigurður mun hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni, hefur sjálfur farið í meðferð og þekkir baráttuna við sjúkdóminn af eigin raun. „Í minningu sonardóttur minnar sem lést af þessum fíknisjúkdómi fyrir fjórum árum, 26 ára gömul. Gullfalleg, vel gefin, klár stelpa sem féll fyrir þessu. Ég er að hlaupa í minningu hennar,“ segir Sigurður sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða hlaup sitt ásamt Stefáni Pálssyni markaðsstjóra SÁÁ. Sjálfur hefur hann starfað lengi fyrir SÁÁ. „Ég er búinn að vinna við þetta í yfir fjörutíu ár, meðferð við þessum fíknisjúkdómi og annað. Maður er búinn að sjá ýmislegt og maður áttar sig alveg á því að þessi sjúkdómur er hættulegur. Hann er banvænn, oft illviðráðanlegur og óútreiknanlegur. Það er svo margt sem spilar inn í sem verður þess valdandi að fólk lætur lífið í þessum sjúkdómi eins og öðrum erfiðum krónískum sjúkdómum.“ Þekkir baráttuna af eigin raun Sigurður hyggst hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni og tölunni 46. Hann segir léttur í bragði að Stefán hafi troðið þeirri tölu á bolinn, talan merki hans eigin baráttu. „Ég fór í meðferð, þannig ég hef eignast 46 ár án þess að nota áfengi og önnur vímuefni og er þakklátur fyrir það. Hóf svo störf hjá SÁÁ mjög fljótlega þegar það rann af mér, fór að vinna og vann hjá þeim í yfir fjörutíu ár.“ Sigurður segist hafa hlaupið í yfir þrjátíu ár. Hann á að baki 53 maraþon, fjögur 100 kílómetra hlaup og þar af eitt heimsmeistarakeppnishlaup í Frakklandi. Þá hafi hann og félagar hans búið til hlaup, Þingstaðahlaupið og Þingvallavatnshlaupið svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef fyrir því að hlaupa hálft maraþon í dag, því maður er ekki að hlaupa eins mikið og maður gerði. Maður var svo rogginn á tímabili að maður reimaði ekki skóna sína fyrir minna en tuttugu kílómetra,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann hvetur fólk til að láta á hlaupin reyna. Reima á sig skóna og vera vel vökvaðir. Gefast ekki upp og setja sér markmið, hlaupa til dæmis tíu ljósastaura. „Í hlaupum þarf að bíða eftir verðlaununum, þau koma ekki alltaf strax. Fyrst þarftu að hafa fyrir þessu, verður móður, færð blóðbragð í munninn. Þetta gengur yfir, líkaminn þarf tíma til að sjá að þú ætlir að gera einhverja alvöru úr þessu.“ Reykjavíkurmaraþon Fíkniefnabrot Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Í minningu sonardóttur minnar sem lést af þessum fíknisjúkdómi fyrir fjórum árum, 26 ára gömul. Gullfalleg, vel gefin, klár stelpa sem féll fyrir þessu. Ég er að hlaupa í minningu hennar,“ segir Sigurður sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða hlaup sitt ásamt Stefáni Pálssyni markaðsstjóra SÁÁ. Sjálfur hefur hann starfað lengi fyrir SÁÁ. „Ég er búinn að vinna við þetta í yfir fjörutíu ár, meðferð við þessum fíknisjúkdómi og annað. Maður er búinn að sjá ýmislegt og maður áttar sig alveg á því að þessi sjúkdómur er hættulegur. Hann er banvænn, oft illviðráðanlegur og óútreiknanlegur. Það er svo margt sem spilar inn í sem verður þess valdandi að fólk lætur lífið í þessum sjúkdómi eins og öðrum erfiðum krónískum sjúkdómum.“ Þekkir baráttuna af eigin raun Sigurður hyggst hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni og tölunni 46. Hann segir léttur í bragði að Stefán hafi troðið þeirri tölu á bolinn, talan merki hans eigin baráttu. „Ég fór í meðferð, þannig ég hef eignast 46 ár án þess að nota áfengi og önnur vímuefni og er þakklátur fyrir það. Hóf svo störf hjá SÁÁ mjög fljótlega þegar það rann af mér, fór að vinna og vann hjá þeim í yfir fjörutíu ár.“ Sigurður segist hafa hlaupið í yfir þrjátíu ár. Hann á að baki 53 maraþon, fjögur 100 kílómetra hlaup og þar af eitt heimsmeistarakeppnishlaup í Frakklandi. Þá hafi hann og félagar hans búið til hlaup, Þingstaðahlaupið og Þingvallavatnshlaupið svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef fyrir því að hlaupa hálft maraþon í dag, því maður er ekki að hlaupa eins mikið og maður gerði. Maður var svo rogginn á tímabili að maður reimaði ekki skóna sína fyrir minna en tuttugu kílómetra,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann hvetur fólk til að láta á hlaupin reyna. Reima á sig skóna og vera vel vökvaðir. Gefast ekki upp og setja sér markmið, hlaupa til dæmis tíu ljósastaura. „Í hlaupum þarf að bíða eftir verðlaununum, þau koma ekki alltaf strax. Fyrst þarftu að hafa fyrir þessu, verður móður, færð blóðbragð í munninn. Þetta gengur yfir, líkaminn þarf tíma til að sjá að þú ætlir að gera einhverja alvöru úr þessu.“
Reykjavíkurmaraþon Fíkniefnabrot Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira