„Það má alveg stríða pínulítið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 13:47 Friðjón sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ borgarinnar. vísir/vilhelm Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um góðlátlegt grín hafi verið að ræða, þegar hann sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum borgarinnar“ í gær. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, sem kvaðst hafa óskað eftir alvöru úttekt á Brákarborgarmálinu. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því að „alvöru úttekt“ verði gerð á málefnum Brákarborgar til að komast að því hvar ábyrgðin liggi. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru,“ sagði Friðjón svo í gær. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Það má alveg stríða pínulítið“ „Jújú þetta er góðlátlegt grín, það liggur í orðunum að ef menn ætla í alvöru úttekt, þá fari menn stundum ekki í alvöru úttektir. Það má alveg stríða pínulítið,“ segir Friðjón, sem var í Bítinu í morgun. „Rétt eins og fyrir tveimur árum síðan þegar að Dagur og Einar ætluðu bara að ráða í nauðsynleg störf, var hægt að gagnálykta að þeir hefðu verið að ráða í ónauðsynleg störf þangað til,“ segir Friðjón. Væri minna mál ef það væri ekki allt í veseni Friðjón segir að Brákarborgarmálið væri miklu minna mál ef það væri ekki „allt í veseni þarna.“ „Ef við værum með önnur leikskólamál í lagi, ef við værum með önnur skólamál í lagi, ef við værum með viðhaldsmál í borginni í lagi, þá myndi maður kannski sleppa því að stríða,“ segir Friðjón. Hann nefnir stúkuna í Laugardalslauginni sem dæmi. Í vor hafi komið í ljós að stúkan væri ónýt þannig að ekki væri hægt að gera við hana. Friðjón segir þetta vera vegna þess að viðhaldi hafi ekki verið sinnt í „þrjátíu og eitthvað ár, fjörutíu ár.“ Búinn að heyra um áætlanir og plön í mörg ár án þess að eitthvað gerist „Nú er Einar búinn að gera úttekt á viðhaldsþörf og þessari viðhaldsskuld, og ætlar að gera eitthvað plan til þess að ráðast í framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald, og talað um að það taki sjö til átta ár að vinna úr þessari viðhaldsskuld,“ segir spyrjandi. Friðjón svarar því þannig að hann hafi verið í borgarstjórn í tvö ár, og hann viti ekki hversu oft hann hefur heyrt þessar setningar. „Við erum búin að gera áætlun um þetta, við erum búin að gera plan um þetta og svo framvegis. En það gerist svo lítið fyrir utan áætlanir og því miður lagast húsin ekki eða byggingarnar af áætlunum,“ segir Friðjón. Hann segir einnig að það verði að trúa því að fólkið í borginni sé að vinna af heilindum, þó þau geri mistök. Skóla- og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Bítið Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því að „alvöru úttekt“ verði gerð á málefnum Brákarborgar til að komast að því hvar ábyrgðin liggi. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru,“ sagði Friðjón svo í gær. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Það má alveg stríða pínulítið“ „Jújú þetta er góðlátlegt grín, það liggur í orðunum að ef menn ætla í alvöru úttekt, þá fari menn stundum ekki í alvöru úttektir. Það má alveg stríða pínulítið,“ segir Friðjón, sem var í Bítinu í morgun. „Rétt eins og fyrir tveimur árum síðan þegar að Dagur og Einar ætluðu bara að ráða í nauðsynleg störf, var hægt að gagnálykta að þeir hefðu verið að ráða í ónauðsynleg störf þangað til,“ segir Friðjón. Væri minna mál ef það væri ekki allt í veseni Friðjón segir að Brákarborgarmálið væri miklu minna mál ef það væri ekki „allt í veseni þarna.“ „Ef við værum með önnur leikskólamál í lagi, ef við værum með önnur skólamál í lagi, ef við værum með viðhaldsmál í borginni í lagi, þá myndi maður kannski sleppa því að stríða,“ segir Friðjón. Hann nefnir stúkuna í Laugardalslauginni sem dæmi. Í vor hafi komið í ljós að stúkan væri ónýt þannig að ekki væri hægt að gera við hana. Friðjón segir þetta vera vegna þess að viðhaldi hafi ekki verið sinnt í „þrjátíu og eitthvað ár, fjörutíu ár.“ Búinn að heyra um áætlanir og plön í mörg ár án þess að eitthvað gerist „Nú er Einar búinn að gera úttekt á viðhaldsþörf og þessari viðhaldsskuld, og ætlar að gera eitthvað plan til þess að ráðast í framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald, og talað um að það taki sjö til átta ár að vinna úr þessari viðhaldsskuld,“ segir spyrjandi. Friðjón svarar því þannig að hann hafi verið í borgarstjórn í tvö ár, og hann viti ekki hversu oft hann hefur heyrt þessar setningar. „Við erum búin að gera áætlun um þetta, við erum búin að gera plan um þetta og svo framvegis. En það gerist svo lítið fyrir utan áætlanir og því miður lagast húsin ekki eða byggingarnar af áætlunum,“ segir Friðjón. Hann segir einnig að það verði að trúa því að fólkið í borginni sé að vinna af heilindum, þó þau geri mistök.
Skóla- og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Bítið Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13