„Það má alveg stríða pínulítið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 13:47 Friðjón sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ borgarinnar. vísir/vilhelm Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um góðlátlegt grín hafi verið að ræða, þegar hann sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum borgarinnar“ í gær. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, sem kvaðst hafa óskað eftir alvöru úttekt á Brákarborgarmálinu. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því að „alvöru úttekt“ verði gerð á málefnum Brákarborgar til að komast að því hvar ábyrgðin liggi. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru,“ sagði Friðjón svo í gær. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Það má alveg stríða pínulítið“ „Jújú þetta er góðlátlegt grín, það liggur í orðunum að ef menn ætla í alvöru úttekt, þá fari menn stundum ekki í alvöru úttektir. Það má alveg stríða pínulítið,“ segir Friðjón, sem var í Bítinu í morgun. „Rétt eins og fyrir tveimur árum síðan þegar að Dagur og Einar ætluðu bara að ráða í nauðsynleg störf, var hægt að gagnálykta að þeir hefðu verið að ráða í ónauðsynleg störf þangað til,“ segir Friðjón. Væri minna mál ef það væri ekki allt í veseni Friðjón segir að Brákarborgarmálið væri miklu minna mál ef það væri ekki „allt í veseni þarna.“ „Ef við værum með önnur leikskólamál í lagi, ef við værum með önnur skólamál í lagi, ef við værum með viðhaldsmál í borginni í lagi, þá myndi maður kannski sleppa því að stríða,“ segir Friðjón. Hann nefnir stúkuna í Laugardalslauginni sem dæmi. Í vor hafi komið í ljós að stúkan væri ónýt þannig að ekki væri hægt að gera við hana. Friðjón segir þetta vera vegna þess að viðhaldi hafi ekki verið sinnt í „þrjátíu og eitthvað ár, fjörutíu ár.“ Búinn að heyra um áætlanir og plön í mörg ár án þess að eitthvað gerist „Nú er Einar búinn að gera úttekt á viðhaldsþörf og þessari viðhaldsskuld, og ætlar að gera eitthvað plan til þess að ráðast í framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald, og talað um að það taki sjö til átta ár að vinna úr þessari viðhaldsskuld,“ segir spyrjandi. Friðjón svarar því þannig að hann hafi verið í borgarstjórn í tvö ár, og hann viti ekki hversu oft hann hefur heyrt þessar setningar. „Við erum búin að gera áætlun um þetta, við erum búin að gera plan um þetta og svo framvegis. En það gerist svo lítið fyrir utan áætlanir og því miður lagast húsin ekki eða byggingarnar af áætlunum,“ segir Friðjón. Hann segir einnig að það verði að trúa því að fólkið í borginni sé að vinna af heilindum, þó þau geri mistök. Skóla- og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Bítið Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því að „alvöru úttekt“ verði gerð á málefnum Brákarborgar til að komast að því hvar ábyrgðin liggi. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru,“ sagði Friðjón svo í gær. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Það má alveg stríða pínulítið“ „Jújú þetta er góðlátlegt grín, það liggur í orðunum að ef menn ætla í alvöru úttekt, þá fari menn stundum ekki í alvöru úttektir. Það má alveg stríða pínulítið,“ segir Friðjón, sem var í Bítinu í morgun. „Rétt eins og fyrir tveimur árum síðan þegar að Dagur og Einar ætluðu bara að ráða í nauðsynleg störf, var hægt að gagnálykta að þeir hefðu verið að ráða í ónauðsynleg störf þangað til,“ segir Friðjón. Væri minna mál ef það væri ekki allt í veseni Friðjón segir að Brákarborgarmálið væri miklu minna mál ef það væri ekki „allt í veseni þarna.“ „Ef við værum með önnur leikskólamál í lagi, ef við værum með önnur skólamál í lagi, ef við værum með viðhaldsmál í borginni í lagi, þá myndi maður kannski sleppa því að stríða,“ segir Friðjón. Hann nefnir stúkuna í Laugardalslauginni sem dæmi. Í vor hafi komið í ljós að stúkan væri ónýt þannig að ekki væri hægt að gera við hana. Friðjón segir þetta vera vegna þess að viðhaldi hafi ekki verið sinnt í „þrjátíu og eitthvað ár, fjörutíu ár.“ Búinn að heyra um áætlanir og plön í mörg ár án þess að eitthvað gerist „Nú er Einar búinn að gera úttekt á viðhaldsþörf og þessari viðhaldsskuld, og ætlar að gera eitthvað plan til þess að ráðast í framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald, og talað um að það taki sjö til átta ár að vinna úr þessari viðhaldsskuld,“ segir spyrjandi. Friðjón svarar því þannig að hann hafi verið í borgarstjórn í tvö ár, og hann viti ekki hversu oft hann hefur heyrt þessar setningar. „Við erum búin að gera áætlun um þetta, við erum búin að gera plan um þetta og svo framvegis. En það gerist svo lítið fyrir utan áætlanir og því miður lagast húsin ekki eða byggingarnar af áætlunum,“ segir Friðjón. Hann segir einnig að það verði að trúa því að fólkið í borginni sé að vinna af heilindum, þó þau geri mistök.
Skóla- og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Bítið Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13