Lífið

Biskupsbústaðurinn kominn á sölu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það hefur ekki væst um Biskup Íslands undanfarin ár.
Það hefur ekki væst um Biskup Íslands undanfarin ár.

Embættisbústaður Biskup Íslands að Bergstaðastræti í Reykjavík er kominn á sölu, líkt og boðað hafði verið. Um er að ræða 487 fermetra einbýlishús í Þingholtunum og er óskað eftir tilboðum.

Eins og fram hefur komið samþykkti Kirkjuþing í síðasta mánuði að bústaðurinn yrði seldur. Nýr biskup Íslands, Séra Guðrún Karls Helgudóttir hyggst ekki flytja í bústaðinn líkt og forveri hennar Agnes M. Sigurðardóttir. Þess í stað hyggst hún halda áfram að búa í húsi sínu í Grafarvogi.

Fimm biskupar búið í húsinu

Fram kemur í fasteignaauglýsingu á Vísi að húsið hafi verið byggt árið 1928. Bílskúr þess árið 1930. Húsið var reist af Paul Smith verkfræðingi sem árið 1920 hafði stofnað innflutnings- og heildsölufyrirtæki í Reykjavík sem síðar árið 1956 varð að Smith og Norland.

Húsið var keypt af Dóms-og kirkjumálaráðuneytinu árið 1968 og síðar eign Kirkjumálasjóðs árið 1994. Alls hafa fimm biskupar búið í húsinu en fram kemur í fasteignaauglýsingunni að húsið og lóðin hafi hlotið gott viðhald í eign núverandi eiganda. Mælt sé með ástandsskoðun.

Húsið er tvær hæðir með góðri lofthæð og kjallari. Það er 465,8 fermetrar að stærð og fylgir 21,8 fermetra sérstæður bílskúr með. Húsið stendur á fallegri 912 fermetra lóð sem hugsað hefur verið um af garðræktafyrirtæki.

Sjá nánar á fasteignavef Vísis. 

Valhöll

Valhöll

Valhöll

Valhöll

Valhöll

Valhöll

Valhöll

Valhöll

Valhöll

Valhöll

Valhöll





Fleiri fréttir

Sjá meira


×