Stjörnurnar streyma á Sólheima Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2024 21:04 Eyþór Ingi er einn af þeim þekktum tónlistarmönnum, sem hefur skemmt á Sólheimum í Grímsnesi í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á menningarveislu Sólheima í Grímsnesi í sumar þar sem boðið er upp á ókeypis tónlistardagskrá alla laugardaga með landsþekktu listafólki. Á hverjum laugardegi í allt sumar er menningarveisla á Sólheimum en þá er boðið upp á tónleika með frábæru listafólki. Eyþór Ingi Gunnlaugsson er til dæmis einn af þeim tónlistarmönnum, sem hefur spilað á Sólheimum á Péturstorgi þar sem fjöldi fólks mætti til að hlusta á hann syngja og spila og herma eftir fólki eins og Páli Óskari. „Það er svo gaman að koma hérna, þetta er eins og að koma í einhvern strumpaheim. Þetta er svo fallegt allt saman, blómin og kærleikurinn hérna,” segir Eyþór Ingi. Næsta laugardag, 10. ágúst munu Björn Jörundur og Daníel Ágúst syngja saman á Sólheimum klukkan 14:00 og laugardaginn 17. ágúst munu Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll skemmta á Sólheimum ásamt vinum Ragga Bjarna líka klukkan 14:00. „Þetta er ofboðslega vel þegið af nærumhverfinu og fólk er að koma úr Reykjavík og víða að til að njóta þess með okkur.Almennt séð á Sólheimar mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga. Þetta er einhvern veginn staður, sem allir vilja sameinast um að eiga,” segir Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima. En hvað búa margir á Sólheimum? „Þetta er byggðarhverfi upp á tæplega 100 einstaklinga, sem eiga hér lögheimili. Af þeim eru 45 með fötlun, þannig að þetta er svona blandað samfélag,” segir Sigurjón Örn. Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima segir að Sólheimar eigi mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er alltaf biðlisti að koma á Sólheima eða hvað? „Já því miður. Við vildum gjarnan að fleiri fengju notið þessarar frábæru aðstöðu, sem Sólheimar bjóða upp á en því miður er það svo að við höfum eingöngu rými fyrir 45,” segir Sigurjón Örn. Heimasíða Sólheima Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Tónlist Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Á hverjum laugardegi í allt sumar er menningarveisla á Sólheimum en þá er boðið upp á tónleika með frábæru listafólki. Eyþór Ingi Gunnlaugsson er til dæmis einn af þeim tónlistarmönnum, sem hefur spilað á Sólheimum á Péturstorgi þar sem fjöldi fólks mætti til að hlusta á hann syngja og spila og herma eftir fólki eins og Páli Óskari. „Það er svo gaman að koma hérna, þetta er eins og að koma í einhvern strumpaheim. Þetta er svo fallegt allt saman, blómin og kærleikurinn hérna,” segir Eyþór Ingi. Næsta laugardag, 10. ágúst munu Björn Jörundur og Daníel Ágúst syngja saman á Sólheimum klukkan 14:00 og laugardaginn 17. ágúst munu Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll skemmta á Sólheimum ásamt vinum Ragga Bjarna líka klukkan 14:00. „Þetta er ofboðslega vel þegið af nærumhverfinu og fólk er að koma úr Reykjavík og víða að til að njóta þess með okkur.Almennt séð á Sólheimar mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga. Þetta er einhvern veginn staður, sem allir vilja sameinast um að eiga,” segir Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima. En hvað búa margir á Sólheimum? „Þetta er byggðarhverfi upp á tæplega 100 einstaklinga, sem eiga hér lögheimili. Af þeim eru 45 með fötlun, þannig að þetta er svona blandað samfélag,” segir Sigurjón Örn. Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima segir að Sólheimar eigi mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er alltaf biðlisti að koma á Sólheima eða hvað? „Já því miður. Við vildum gjarnan að fleiri fengju notið þessarar frábæru aðstöðu, sem Sólheimar bjóða upp á en því miður er það svo að við höfum eingöngu rými fyrir 45,” segir Sigurjón Örn. Heimasíða Sólheima
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Tónlist Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira