Íslenski boltinn

KR tók æfingu í Kórnum og stuðnings­menn sungu

Smári Jökull Jónsson skrifar
KR-ingar skelltu í æfingu í Kórnum.
KR-ingar skelltu í æfingu í Kórnum. Vísir/VPE

Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn.

Atvikið í Kórnum í kvöld er líklega eitt það vandræðalegasta í Bestu deildinni í langan tíma. Þegar leikurinn átti að hefjast kom í ljós að annað markið í Kórnum var brotið og þrátt fyrir tilraunir til að laga það og að nýtt mark var sótt í staðinn þá var leiknum frestað.

Í kjölfarið gengu leikmenn HK og dómarar af velli en leikmenn KR fóru hvergi. Þjálfarar liðsins, þeir Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýttu tækifærið og skelltu í æfingu í Kópavoginum til þess að nýta ferðina í efri byggðir eins og vel og hægt var.

Klippa: KR-ingar æfa og syngja í Kórnum

Stuðningsmenn KR sungu hástöfum á meðan á æfingunni stóð og virtust skemmta sér hið besta.

Leiknum í kvöld var frestað um óákveðinn tíma en nýr leiktími verður væntanlega staðfestur fljótlega af KSÍ.

Klippa: KR æfir í Kórnum og stuðningsmenn syngja



Fleiri fréttir

Sjá meira


×