Sport

„Ég er ekki hroka­fullur og há­vær eins og Lyles“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Letsile Tebogo og Noah Lyles eftir úrslitin í tvö hundruð metra hlaupi á Ólympíuleikunum.
Letsile Tebogo og Noah Lyles eftir úrslitin í tvö hundruð metra hlaupi á Ólympíuleikunum. getty/Sam Barnes

Letsile Tebogo frá Botsvana, sem vann tvö hundruð metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í París, skaut föstum skotum á Noah Lyles eftir hlaupið í gær. Hann sagði þann bandaríska vera illa til þess fallinn að vera andlit frjálsra íþrótta.

Tebogo kom flestum á óvart með því að koma fyrstur í mark í úrslitum í tvö hundruð metra hlaupinu í gær. Lyles, sem vann gullið í hundrað metra hlaupi, varð þriðji en eftir hlaupið sagði hann að hann hefði greinst með kórónuveiruna í vikunni.

Lyles talar í fyrirsögnum og fyrir tvö hundruð metra hlaupið sagði hann að hann myndi vinna það. Annað kom hins vegar á daginn. 

Tebogo lét Lyles heyra það er hann var spurður hvort hann ætlaði að verða andlit frjálsra íþrótta eftir sigurinn í tvö hundruð metra hlaupinu.

„Ég held að ég geti ekki verið andlit frjálsra íþrótta því ég er ekki hrokafullur og hávær eins og Noah. Ég tel að hann sé andlit frjálsra íþrótta,“ sagði hinn 21 árs Tebogo sem tryggði Botsvana sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær.

Hann hljóp á 19,46 sekúndum í úrslitahlaupinu. Bandaríkjamaðurinn Kenneth Bednarek varð annar á 19,62 sekúndum og Lyles þriðji á 19,70 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×