Fótbolti

De Ligt grunaður um að keyra á kyrr­stæðan bíl og flýja af vett­vangi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthijs de Ligt kom til Bayern München frá Juventus fyrir tveimur árum.
Matthijs de Ligt kom til Bayern München frá Juventus fyrir tveimur árum. getty/Joris Verwijst

Matthijs de Ligt, leikmaður Bayern München, er til rannsóknar hjá þýsku lögreglunni vegna gruns um að hafa keyrt á kyrrstæðan bíl og flúið af vettvangi.

Þýska blaðið BILD greinir frá því að De Ligt hafi keyrt á kyrrstæðan bíl nálægt æfingasvæði Bayern, Säbener Strasse, í fyrradag og svo ekið í burtu.

Vitni hringdu á lögregluna og í kjölfarið var bíll De Ligts, Audi Q8 e-tron, gerður upptækur.

Hollenski varnarmaðurinn er því í vondum málum og á væntanlega von á hárri sekt.

De Ligt hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í allt sumar. Hann lék undir stjórn Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra United, hjá Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×