Skoðun

Lifi frelsið, lifi fjöl­breytnin

Elliði Vignisson skrifar

Við fögnum við því persónufrelsi sem fólgið er í því að lifa í sátt við sjálfan sig og samfélagið hver sem kynhneigð fólks er. Þau skilaboð sendum við nú við sveitarfélagamörkin með því að baða bæjarskyldið okkar regnbogalitunum.

Að hafa skoðanir á kynhneigð annarra er eins og að velta sé upp úr háralit þeirra, hæð eða lengd vísifingurs. Ekkert af þessu veljum við okkur og skoðanir annarra því óþarfar. Fordómar eru andstyggilegir, fordómar vegna persónubundna eiginda eins og kynheigð eru ef til vill verstir.

Hinsegin Ölfus.

Því miður lifum við enn á tímum þar sem samfélagið vill skilgreina okkur út frá sundurgreinanlegum þáttum. Ekki síst út frá kynhneigð. Slík nálgun á persónur skiptir okkur upp í flokka. Hún sundrar okkur. Etur okkur saman.

Það er engu að síður fallegt að sjá hvernig þessi samfélagslega flokkun birtist samtímis í stoli af sjálfsmynd þess fólks sem fyrir flokkununni verður. Hinsegin dagar eru skýrt dæmi um slíkt.

Til hamingju með þessa daga - lifi frelsið - lifi fjölbreytnin.

Höfundur er bæjarstóri í Ölfusi.




Skoðun

Skoðun

Hring­rás innveggja

Perla Dís Kristinsdóttir,Elín Þórólfsdóttir,Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir,Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar

Sjá meira


×