Innlent

Umferðartafir vegna á­reksturs

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Umferðin á Hafnarfjarðarvegi og Kringlumýrarbraut til norðurs er þung vegna smávægilegs áreksturs. Myndin er úr safni.
Umferðin á Hafnarfjarðarvegi og Kringlumýrarbraut til norðurs er þung vegna smávægilegs áreksturs. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Smávægilegur árekstur varð á Kringlumýrarbraut til norðurs, með þeim afleiðingum að tafir hafa orðið á umferð þar og á Hafnarfjarðarvegi.

Þetta staðfestir Hannes Þór Guðmundsson hjá umferðardeild lögreglu í samtali við fréttastofu, en vegfarandi benti fréttastofu á að umferðin undir Hamraborg í norðurátt að Reykjavík gengi mjög hægt fyrir sig. Lögregla væri mætt á svæðið til að stýra umferð að einhverju leyti.

„Þetta er minni háttar árekstur. Það þarf ekki meira en það,“ segir Hannes um umferðartafirnar, sem muni vara meðan verið sé að ganga frá vettvangi. Engin slys hafi orðið á fólki. 

Hann viti ekki nákvæmlega hversu langan tíma það komi til með að taka. 

„Það tekur alltaf smá tíma, en þetta varir ekki mjög lengi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×