Þurfti að berjast við krabbamein í stríðshrjáðu landi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2024 10:31 Ferðalag Mounu einkennist af því að flýja stríðshrjáð Sýrland, lifa af brjóstakrabbamein og byggja upp nýtt líf í Evrópu. Samsett „Ég var hrædd við að deyja, vissi ekki hvort það yrði úr krabbameini eða af völdum sprengju,“ segir Mouna Nasr en hún greindist með árásargjarnt hormónabrjóstakrabbamein einungis 30 ára gömul. Hún stóð frammi fyrir þeirri áskorun að lifa af á stríðsátaka svæði og berjast við lífshættulegan sjúkdóm á sama tíma. Mouna er sýrlensk-venesúelsk en býr í dag á Íslandi. Hún er ein þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Sjúkrahúsið var margsinnist sprengt Fjölmenningararfleifð Mounu má rekja til búferlaflutninga föður hennar frá Sýrlandi til Venesúela, þar sem hann kynntist móður hennar. Mouna eyddi æsku sinni ýmist í Venesúela eða Sýrlands þar til fjölskylda hennar settist að í Sýrlandi. Þegar stríðið braust út neyddust þau hins vegar til að flytja aftur. Mouna er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hjá Rauða krossinum í Sýrlandi þar sem áhersla var lögð á næringu barna og barnshafandi kvenna. Mitt í þessari vinnu, í október 2017, þegar hún var að fræða mæður um brjóstagjöf og forvarnir gegn brjóstakrabbameini, uppgötvaði hún hnút í eigin brjósti. Síðar kom í ljós að um var að ræða 0,5 cm æxli sem krafðist tafar[1]lausrar skurðaðgerðar, lyfja- og geislameðferðar. Á sama tíma bjó Mouna við stöðugar sprengjuárásir í Damaskus og hótanir um árásir. „Stundum var öruggara að ferðast með rútu á spítalann, þrátt fyrir að vera hræðilega veik af lyfjameðferð, til að forðast mannrán og önnur stríðsvandamál, sem og vegna skorts á bensíni fyrir bílinn minn,“ segir Mouna jafnframt og bætir við að aðstæðurnar í heimalandi hennar hafi hindrað hana í að fá áreiðanlega meðferð. Ofan á allt saman hafði eiginmaður hennar, sem er læknismenntaður, þurft að flýja til Venesúela til að forðast það að vera kallaður í herinn. Seinna sótti hann um hæli á Íslandi. Mouna stóð því ein eftir með unga dóttur sína. „Damaskus var mjög óörugg og sjúkrahúsið hafði margsinnis verið sprengt. Ég þurfti að borga fyrir innfluttu lyfjameðferðina mína og stól þar sem ég gat setið og fengið meðferðina mína. Ef ég hefði ekki átt peninga hefði ég ekki fengið meðferð.“ Mouna vonast til að geta átt gott og öruggt líf á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og dóttur.Kraftur stuðningsfélag Nýtt líf á Íslandi Í kjölfarið tók Mouna þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa Sýrland. Mæðgurnar fluttu til Hollands í leit að öruggara lífi. Þar kom hún í kynni stuðningssamtök fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtökin veittu henni nauðsynlegan tilfinningalegan stuðning og hjálpuðu henni að vafra um flókið kerfi þar sem hún þurfti áframhaldandi krabbameinsmeðferð og að fara í aðra aðgerð í Hollandi. Árið 2022 voru Mouna og eiginmaður hennar loks sameinuð á ný – á Íslandi. „Við erum saman og það skiptir mestu máli,“ segir Mouna en hér á landi hefur hún gengist frekari krabbameinsmeðferðir og er á biðlista eftir þriðju aðgerðinni sinni. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa gefið sér von á ný. Hún hefur einnig nýtt sér starfsemi Krafts og ber félaginu vel söguna. Í dag starfar Mouna í apóteki Landspítalans en bæði hún og eiginmaður hennar sem er kvensjúkdómalæknir, standa frammi fyrir áskorunum vegna bakgrunns utan EES. Þau hafa hvorugt fengið viðurkenningu á menntun sinni og reynslu en halda í vonina. „Ég vil lifa venjulegu og öruggu lífi hér á Íslandi.“ Krabbamein Heilbrigðismál Hælisleitendur Sýrland Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira
Mouna er sýrlensk-venesúelsk en býr í dag á Íslandi. Hún er ein þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Sjúkrahúsið var margsinnist sprengt Fjölmenningararfleifð Mounu má rekja til búferlaflutninga föður hennar frá Sýrlandi til Venesúela, þar sem hann kynntist móður hennar. Mouna eyddi æsku sinni ýmist í Venesúela eða Sýrlands þar til fjölskylda hennar settist að í Sýrlandi. Þegar stríðið braust út neyddust þau hins vegar til að flytja aftur. Mouna er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hjá Rauða krossinum í Sýrlandi þar sem áhersla var lögð á næringu barna og barnshafandi kvenna. Mitt í þessari vinnu, í október 2017, þegar hún var að fræða mæður um brjóstagjöf og forvarnir gegn brjóstakrabbameini, uppgötvaði hún hnút í eigin brjósti. Síðar kom í ljós að um var að ræða 0,5 cm æxli sem krafðist tafar[1]lausrar skurðaðgerðar, lyfja- og geislameðferðar. Á sama tíma bjó Mouna við stöðugar sprengjuárásir í Damaskus og hótanir um árásir. „Stundum var öruggara að ferðast með rútu á spítalann, þrátt fyrir að vera hræðilega veik af lyfjameðferð, til að forðast mannrán og önnur stríðsvandamál, sem og vegna skorts á bensíni fyrir bílinn minn,“ segir Mouna jafnframt og bætir við að aðstæðurnar í heimalandi hennar hafi hindrað hana í að fá áreiðanlega meðferð. Ofan á allt saman hafði eiginmaður hennar, sem er læknismenntaður, þurft að flýja til Venesúela til að forðast það að vera kallaður í herinn. Seinna sótti hann um hæli á Íslandi. Mouna stóð því ein eftir með unga dóttur sína. „Damaskus var mjög óörugg og sjúkrahúsið hafði margsinnis verið sprengt. Ég þurfti að borga fyrir innfluttu lyfjameðferðina mína og stól þar sem ég gat setið og fengið meðferðina mína. Ef ég hefði ekki átt peninga hefði ég ekki fengið meðferð.“ Mouna vonast til að geta átt gott og öruggt líf á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og dóttur.Kraftur stuðningsfélag Nýtt líf á Íslandi Í kjölfarið tók Mouna þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa Sýrland. Mæðgurnar fluttu til Hollands í leit að öruggara lífi. Þar kom hún í kynni stuðningssamtök fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtökin veittu henni nauðsynlegan tilfinningalegan stuðning og hjálpuðu henni að vafra um flókið kerfi þar sem hún þurfti áframhaldandi krabbameinsmeðferð og að fara í aðra aðgerð í Hollandi. Árið 2022 voru Mouna og eiginmaður hennar loks sameinuð á ný – á Íslandi. „Við erum saman og það skiptir mestu máli,“ segir Mouna en hér á landi hefur hún gengist frekari krabbameinsmeðferðir og er á biðlista eftir þriðju aðgerðinni sinni. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa gefið sér von á ný. Hún hefur einnig nýtt sér starfsemi Krafts og ber félaginu vel söguna. Í dag starfar Mouna í apóteki Landspítalans en bæði hún og eiginmaður hennar sem er kvensjúkdómalæknir, standa frammi fyrir áskorunum vegna bakgrunns utan EES. Þau hafa hvorugt fengið viðurkenningu á menntun sinni og reynslu en halda í vonina. „Ég vil lifa venjulegu og öruggu lífi hér á Íslandi.“
Krabbamein Heilbrigðismál Hælisleitendur Sýrland Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira