Hælisleitendur

Fréttamynd

„Ég fer ekki í búr eins og dýr“

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl Abu-Samrah hefur skorað á fjölmiðlamanninn Stefán Einar Stefánsson í glímu vegna ummæla sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti fyrr í vikunni. Hann birti færslu á samfélagsmiðla þar sem hann biður fólk um að læka færsluna ef það vill sjá þá tvo takast á í „búrinu.“ Stefán segir að ef menn vilji koma honum í búr þá sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma.

Lífið
Fréttamynd

Vill koma upp mót­töku flótta­manna við Kaffi Vest

Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál.

Innlent
Fréttamynd

Engin gögn bendi til tengsla við Hamas

Útlendingastofnun býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem fengu dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna á þessu ári og síðasta hafi nokkur tengsl við Hamas-samtökin. Samanlagt hafa 184 dvalarleyfi hafa verið veitt í ár og í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Það er á­kvörðun að beita mann­vonsku

11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða.

Skoðun
Fréttamynd

Boða til samstöðufundar með Yazan

Landssamtökin Þroskahjálp, Duchenne Samtökin á Íslandi, Réttur barna á flótta og Einstök börn hafa boðað til samstöðufundar með Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm sem vísa á úr landi. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað getum við tekið á móti mörgum?

Óttinn við ófyrirsjáanlegan fjölda umsókna dúkkar upp í hvert skipti sem ræða á stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þessi ótti er ekki nýr af nálinni og á sér ekki rætur í fjölgun umsókna síðustu ár, heldur hefur hann alla tíð fylgt umræðum um mögulega fólksflutninga til landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­rún boðar lokuð bú­setu­úr­ræði strax í haust

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gefur ekki þumlung eftir í útlendingamálunum en hún boðaðar breytingar: Fingrafaraskannar á landamærum, lokuð búsetuúrræði og að umsóknum um hæli á Íslandi verði komið niður í tvö til þrjú hundruð.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin ætli ekki að „bara vera með upp­hrópanir“

Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“.

Innlent
Fréttamynd

Leita að nýju hús­næði fyrir kaffi­stofu Sam­hjálpar

Samhjálp leitar nú að nýju húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán ung­liða­hreyfingar for­dæma breytingar á út­lendinga­lögum

Þrettán íslenskar ungliðahreyfingar krefjast þess að ný útlendingalög verði samin í samráði við sérfræðinga í málaflokknum, mannréttindasamtök og hagsmunaaðila. Þau fordæma breytingarnar sem á að gera á útlendingalögunum og krefjast þess að allar lagabreytingar séu gerðar með mannréttindi að leiðarljósi.

Innlent
Fréttamynd

Yazan bíður enn svara

Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins.

Innlent
Fréttamynd

Safna til að koma konunum í varan­legt skjól í Nígeríu

Hópur fólks stendur nú fyrir söfnun til að aðstoða þrjár nígerískar konur sem var vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. Konurnar fengu allar endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan og voru fluttar á brott í þvinguðum brottflutningi. 

Innlent
Fréttamynd

Hrunráðherrar og reynslu­boltar Sam­fylkingarinnar

Hrunreynsluboltarnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný G. Harðardóttir, báðar með sótsvarta ferilskrá í stjórnmálum og ríkisrekstri, fálma nú hvor í aðra og geysast fram á ritvöllinn til að réttlæta það ófremdarástand sem ríkir í hælisleitendamálum og um leið þann 25 milljarða beina kostnað sem málaflokkurinn tekur til sín á ársgrundvelli.

Skoðun
Fréttamynd

For­­dæma brott­vísun mansals­þol­enda og vilja nýja stefnu

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. 

Innlent
Fréttamynd

Um 920 mál ó­af­greidd hjá kæru­nefnd útlendingamála

Kærunefnd útlendingamála hafði í upphafi maí á þessu ári 920 óafgreidd mál á sínu borði. Vegna þessa mikla fjölda hefur meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagt til tímabundna breytingu á fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögunum. 

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan þurfi nauð­syn­lega auknar rann­sóknar­heimildir

Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Píratar hafa á­hyggjur af skorti á eftir­liti með lög­reglu

Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp.

Innlent