Íslenski boltinn

Guð­mundur Andri mættur heim í Vestur­bæ

Valur Páll Eiríksson skrifar
Guðmundur Andri er mættur heim.
Guðmundur Andri er mættur heim. Mynd/KR

Guðmundur Andri Tryggvason er genginn í raðir uppeldisfélags síns KR. Vesturbæingar kaupa hann af Val.

Skiptin hafa legið í loftinu síðustu vikuna en KR-ingar hafa verið að leita liðsstyrkingar, þá sérstaklega hafa þeir reynt við uppalda KR-inga.

Hinn 25 ára gamli Guðmundur Andri fetar í fótspor jafnaldra sinna úr Vesturbænum, Ástbjörns Þórðarsonar og Gyrðis Hrafns Guðbrandssonar, sem sömdu við KR í vikunni.

Samningur Guðmundar Andra við Val var við það að renna út að leiktíðinni lokinni og þónokkur félög voru á höttunum á eftir honum. Hann fylgir félögum sínum í heimahagana og keypti KR hann frá Val. Hann skrifar undir fimm ára samning við KR.

Guðmundur Andri er sonur fyrrum landsliðsmannsins Tryggva Guðmundssonar og ólst upp í yngri flokkum KR.

Norska félagið Start keypti hann af KR þegar hann var 19 ára gamall, 2018. Hann lék með Víkingi á láni sumarið 2019 en var svo í Noregi fram til ársins 2021 þegar Valur keypti hann frá Start.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×