Sport

Imane Khelif landaði gullinu örugg­lega

Siggeir Ævarsson skrifar
Verðlaunahafarnir í 66 kg flokknum á Ólympíuleikunum fagna. Frá vinstri: Gullverðlaunahafinn Imane Khelif frá Alsír, silfurverðlaunahafinn Liu Yang frá Kína, og bronsverðlaunahafarnir Janjaem Suwannapheng, frá Taílandi og Nien Chin Chen frá Taívan.
Verðlaunahafarnir í 66 kg flokknum á Ólympíuleikunum fagna. Frá vinstri: Gullverðlaunahafinn Imane Khelif frá Alsír, silfurverðlaunahafinn Liu Yang frá Kína, og bronsverðlaunahafarnir Janjaem Suwannapheng, frá Taílandi og Nien Chin Chen frá Taívan. vísir/Getty

Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni.

Allir fimm dómarar einvígisins í kvöld voru á einu máli um úrslitin og dæmdu Khelif 10-9 sigur í öllum lotum. 

Khelif fagnaði sigrinum af mikilli innlifun eins og henni einni er lagið þegar úrslitin lágu fyrir og tók svo sigurhring um salinn á háhest og veifaði fána Alsír á meðan. 

„Ég er ótrúlega ánægð með frammistöðuna og sigurinn. Þetta er ótrúlegt. Ég er búin að undirbúa mig í átta ár, í Bandaríkjunum, Evrópu og út um allan heim. Ólympíusigur! Þakka ykkur öllum innilega fyrir!“

Sennilega hefur enginn keppandi á leikunum í ár verið jafn mikið á milli tannanna á fólki og Khelif en Alþjóðaólympíunefndin hefur staðið þétt við bakið á henni og alsírska þjóðin líka en það má segja að það hafi verið sannkölluð þjóðhátíð í landinu í kvöld eftir að úrslitin lágu fyrir.


Tengdar fréttir

Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið

Al­þjóðaólympíu­nefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Ima­ne Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 

Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða

Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×