Veður

Mildast sunnan heiða

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir hægum vindi á landinu í dag, en segir að þó muni blása aðeins úr norðvestri við norðausturströndina þar sem muni þó lægja smá saman. Þá verði súld eða dálítil rigning norðvestantil og einnig norðaustanlands í fyrstu. Annars verður skýjað með köflum og stöku skúrir inn til landsins síðdegis.

Hitastigið verður 7 til 16 stig en mildast verður sunnan heiða.

Í textaspá veðurstofunnar segir að á morgun sé útlit fyrir suðaustan gjólu með skúrum allvíða, einkum seinni partinn. Þá muni hlýna fyrir norðan.

Á mánudag er talið að nokkuð myndarlegri lægð komi sunnan úr hafi að suðurströndinni. Henni muni fylgja stíf norðaustanátt og rigning. Þá megi búast við talsverðri úrkomu á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og allvíða líkur á skúrum, einkum síðdegis. Hiti 8 til 16 stig.

Á mánudag:

Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu, einkum um landið austanvert, en norðantil um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:

Suðvestlæg átt og dálítil væta, en að mestu þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á miðvikudag:

Norðaustan- og austanátt. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt norðvestantil. Hiti 8 til 15 stig.

Á fimmtudag:

Norðanátt og súld eða rigning, en úrkomulítið sunnan heiða. Kólnar heldur fyrir norðan.

Á föstudag:

Norðlæg átt og dálítil væta norðantil, en stöku skúrir sunnanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×