Handbolti

Fyrstu verð­laun Dana í tuttugu ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristín Þorleifsdóttir reynir að stöðva Önnu Mette Hansen í leiknum í dag.
Kristín Þorleifsdóttir reynir að stöðva Önnu Mette Hansen í leiknum í dag. getty/Alex Davidson

Danir tryggðu sér bronsverðlaun í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París með því að vinna Svía í morgun, 30-25.

Þetta eru fyrstu verðlaun Danmerkur í kvennaflokki í handbolta síðan liðið vann gullið í Aþenu fyrir tuttugu árum.

Kristín Þorleifsdóttir og stöllur hennar í sænska liðinu urðu að gera sér 4. sætið að góðu en þær töpuðu naumlega fyrir Frakklandi í undanúrslitunum í fyrradag. Kristín tók tvö skot í leiknum í dag en þau geiguðu bæði.

Mie Højlund var markahæst í jöfnu dönsku liði með fimm mörk. Sandra Toft var samt maður leiksins en hún varði sextán skot í danska markinu (fjörutíu prósent). 

Nathalie Hagman skoraði fimm mörk fyrir Svíþjóð og Evelina Eriksson varði níu skot eftir að hún kom í markið (39 prósent).

Úrslitaleikurinn í kvennaflokki hefst klukkan 13:00 í dag en þar mætast Frakkar og Norðmenn. Þórir Hergeirsson getur þar unnið sitt annað Ólympíugull sem þjálfari Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×