Innlent

Dag­skrá Hin­segin daga og bein út­sending frá há­tíða­höldum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frá Gleðigöngunni í fyrra.
Frá Gleðigöngunni í fyrra. Vísir/Sigurjón

Hápunktur Hinsegin daga er í dag, sjálf Gleðigangan, en víða um borgina verður fjölbreytt dagskrá í allan dag.

Beint streymi frá Gleðigöngunni og útihátíðinni má sjá hér að neðan:

Ýmislegt er á dagskrá Hinsegin daga í dag, sumt er „off venue“ og annað á formlegri dagskrá hátíðarinnar.

  • Drag bröns pride 11:30 - 13:30
  • Hinsegin bröns 11:45 - 13:30
  • Gleðigangan 14:00 - 15:00
  • Útihátíð Hinsegin daga 15:00 - 16:30
  • Grillpartý ungmenna 16:00 - 18:00
  • Bangsafélagið kynnir: Hinsegindagapartý! 17:00 - 22:00
  • Söngleikurinn Vitfús Blú og Vélmennin 20:00 - 21:45
  • Langt laugardagskvöld á Kiki 20:00 - 03:00
  • Páll Óskar - Ball í Gamla bíói 21:00 - 01:00
  • Lokahóf Hinsegin daga: DJ Sunna Ben + Sigga Beinteins og Grétar Örvars 22:00 - 03:00

Gleðigangan 14:00 - 15:00

Gleðigangan sjálf verður gengin frá Hallgrímskirkju að Hljómskálagarði klukkan 14 i dag.

Hægt er að fylgjast með Gleðigöngunni og útihátíðinni á streymi á Youtube.

„Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín,“ segir á vef Hinsegin daga.

Á myndinni má sjá götulokanir sem gilda til 18 í kvöld að óbreyttu.Hinsegin dagar

Götulokanir hafa áhrif á akstur strætó, en hægt er að finna breytta áætlun á vef strætó.

Útihátíð Hinsegin daga 15:00 - 16:30

Eftir Gleðigönguna verður útihátíð haldin í Hljómskálagarðinum frá klukkan 15 til 16:30.

„Á útihátíð Hinsegin daga komum við saman í Hljómskálagarðinum og fögnum þeim sigrum sem unnist hafa með því að halda í heiðri hinsegin menningu. Ræður, tónlist og taumlaust stuð! Nánari dagskrá kynnt síðar.“

Drag bröns pride 11:30 - 13:30

Klukkan 11:30 hefst Drag bröns pride í Pósthússtræti 11. Viðburðurinn er „off venue“ og það kostar 6.990 krónur inn.

„Við ætlum að vera aðeins MEIRA PARTÝ á þessum Pride Brönsi á Borginni og allar 4 drottningarnar mæta til að fylla ykkur af skemmtun. Nokkrar af okkar stærstu á dragsenunni sem hafa verið gera vikulegan bröns munu koma þér í PRIDE fílinginn!

Ballet drottningarnar Faye Knús og Agatha P, önnur frá USA og hin valkyrja úr Hafnarfirðinum. Breiðholts dræsan Miss Whoop Whoop og latínsnótin Crisartista frá Venezuela.

Vísað til borðs frá kl 11.00 og skemmtunin hefst kl 11.30.

Brönsinn mun klárast í síðasta lagi kl 13.30 svo við öll höfum tíma til að komast í gönguna.“

Hinsegin bröns 11:45 - 13:30

Hinsegin bröns er annar „off venue“ viðburður, verðið inn er 8.500 krónur.

„Dragdrottningarnar Gógó Starr, Lola Von Heart og Úlla La Delish ásamt DJ Melí verða með skemmtilegasta bröns allra tíma á TIDES, laugardaginn 10. ágúst frá kl 11:45 til 13:30. Gógó og Lola sjá um að hita upp fyrir Gleðigönguna með skemmtilegum uppákomum eins og þeim er einum lagið.

Verð er 8.500kr/11.900 botnlaus Prosecco og Mimosas“

Grillpartý ungmenna 16:00 - 18:00

„Eftir geggjaða göngu og skemmtiatriði í Hljómskálagarðinum fögnum við áfram og hittumst hjá húsnæði Samtakanna ´78. Þar verður grillað og boðið upp á alls konar góðgæti. Tónlist, grill og gleði verður aðalmálið og frábært tækifæri að fagna flottri göngu.

Aðgengi: Viðburðurinn er aðgengilegur fólki sem notar hjólastól.“

Bangsafélagið kynnir: Hinsegindagapartý! 17:00 - 22:00

Hinsegindagapartý bangsafélagsins er einnig „off venue“ og kostar 1.000 krónur inn.

„Gamanið þarf ekki að stoppa! Bangsafélagið býður þér í partý á Kex strax að lokinni útihátíðinni í Hljómskálagarðinum! Við höldum áfram fjörinu og slökum líka á í góðra bangsahópi þar til næturpartýin hefjast seinna um kvöldið! 1.000kr. inn og hverjum miða fylgir miði í happdrætti þar sem við verðum með frábæra vinninga! Matur og drykkur verður á boðstólnum gegn gjaldi. Allur ágóði fer í að greiða fyrir partýið og hugsanlega fleiri bangsaviðburði yfir árið!

Félagar í Bangsafélaginu fá frítt inn, frítt að borða og einn bjór eða óáfengt með því. Hægt er að gerast meðlimur á staðnum!

Gym og tonic á Kex hostel verður opið frá kl. 17 til 22 og það eru öll, 20 ára og eldri, velkomin á meðan pláss leyfir.

Ertu ekki bangsi og langar að koma? Þú ert hjartanlega velkomin/nn/ð!

Öll eru velkomin!“

Söngleikurinn Vitfús Blú og Vélmennin 20:00 - 21:45

Söngleikurinn er „off venue“ og kostar 4.500 krónur inn.

„Geim/vélmenna/stuðsöngleikssýningin VITFÚS BLÚ er handan við hornið. Eru þið tilbúin? Eru þið í stuði!?!?! Eins gott að panta miða sem fyrst, því aðeins takmarkaður fjöldi fær aðgang að Club DMX til að hlusta á Valerie Poppskínu fara með sinn nýjasta hittara: „Gimme Your Face.” Algríma Alheimsforseti er við það að fullkomna Sálsundrunginn sem hún ætlar að nota til að sprengja sál mannkynsins. Mun henni takast það? Eða mun VITFÚS BLÚ stöðva hana í tæka tíð? Og mun takast að lögleiða hjónaband róbóta og manna?

Vitfús Blú og Vélmennin er nýr íslenskur söngleikur sýndur í Háskólabíó sem fagnar ófrumleikanum og þversögnum mennskunnar í gegnum ýktan dans, stórsöng og ofleik. Unnið í samstarfi við AFTURÁMÓTI.

Mjög takmarkaður sýningafjöldi – aðeins sýnt í sumar! Sýningar 10. og 13. ágúst klukkan 20:00!“

Langt laugardagskvöld á Kiki 20:00 - 03:00

„Skemmtiatriði á hálftíma fresti frá kl. 21-02:00 (dansgólfið þó opið lengur) DJ Huldaluv tryllir dansgólfið þess á milli og fram koma: Succulent Circus, Bobbie Michelle, Mr. Tombastic, Twinkle Starr, Margrét Maack, Nemesis, Dan the Man og The Handy Scandies. Aðgangur er ókeypis. Húsið opnar kl. 20:00.“

Páll Óskar - Ball í Gamla bíói 21:00 - 01:00

Pallaballið er „off venue“ og kostar 4.900 krónur inn.

„Páll Óskar keyrir áfram ball í Gamla bíói laugardaginn 10. ágúst af stakri snilld ásamt dönsurum og fylgdarliði. Sérstakir gestir Palla þetta kvöld eru dragdrottningin CRISARTISTA frá Venesúela og nýjasta queer poppstjarnan TORFI. Allur ágóði rennur óskiptur í að halda þetta ball og kostnað við trukkinn í Gleðigöngunni. Fyrstir koma, fyrstir fá og það borgar sig að plana þetta djamm með góðum fyrirvara. Neglið miða núna. Plís.“

Lokahóf Hinsegin daga - 22:00 - 03:00

„Komið og verið með á lokahófi Hinsegin daga. Sunna Ben mun hefja kvöldið og rífa upp stemninguna. Frá kl. 23:00 til miðnættis munu Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson svo spila öll sín allra bestu lög. Eftir miðnætti tekur Sunna Ben aftur við og heldur uppi stuðinu fram á nóttina. Athugið að í fyrra komust færri að en vildu.“

Miðaverð er 2.000 krónur í forsölu en 3.000 við hurð.

Upplýsingarnar eru sóttar af vef Hinsegin daga, þar sem lesa má nánar um viðburðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×