Enski boltinn

Ten Hag styður Rashford eftir klúðrin gegn City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcus Rashford fórnar höndum eftir að hafa klúðrað dauðafæri gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn.
Marcus Rashford fórnar höndum eftir að hafa klúðrað dauðafæri gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. getty/Catherine Ivill

Knattspyrnustjóri Manchester United, Erik ten Hag, handviss um að Marcus Rashford nái sér aftur á strik eftir erfiða mánuði.

Eftir frábært tímabil 2022-23 fann Rashford ekki fjölina sína á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands.

Hann var í byrjunarliði United gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær og fékk tvö upplögð færi. Í því fyrra skaut hann langt framhjá og í því seinna setti hann boltann í stöngina. City vann leikinn eftir vítakeppni.

Þrátt fyrir klúðrin í leiknum í gær stendur Ten Hag þétt við bakið á Rashford og er ekki á því að hann skorti sjálfstraust.

„Nei, hann komst nokkrum sinnum í góðar stöður og ég er mjög ánægður með að hann gerði það. Hann verður að halda áfram, halda áfram að koma sér í stöðurnar og þá mun hann skora mörk. Hann er nógu reyndur til að takast á við þetta. Þegar hann skorar eitt munu mörkin koma,“ sagði Ten Hag.

United mætir Fulham í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudaginn. United endaði í 8. sæti deildarinnar á síðasta tímabili en vann ensku bikarkeppnina.


Tengdar fréttir

De Ligt og Mazra­oui til United á morgun

Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×