Innlent

Fjöl­skyldur sendar úr landi og við­vörunar­kerfi í Grinda­vík

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann allsherjar- og menntamálanefndar sem segist treysta mati Útlendingayfirvalda í málaflokknum.

Þá segjum við frá því að lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut verði afturkölluð.

Dvalið var í 24 húsum í Grindavík í nótt, þrátt fyrir mögulegt yfirvofandi eldgos. Lögreglustjóri mælir gegn því að fólk dvelji í bænum, en viðvörunarkerfi verða prófuð í og við Grindavík á morgun.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 11. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×