Sport

Niður­brotin eftir að bronsið var tekið af henni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Chiles með bronsverðlaunin sem nú er búið að taka af henni.
Jordan Chiles með bronsverðlaunin sem nú er búið að taka af henni. getty/Tom Weller

Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hefur verið svipt bronsverðlaununum sem hún vann í gólfæfingum á Ólympíuleikunum á mánudaginn.

Chiles lenti upphaflega í 5. sæti í gólfæfingunum en eftir kæru frá þjálfurum hennar var einkunn hennar hækkuð um 0,1. Við það færðist Chiles upp í 3. sætið en Ana Barbosu frá Rúmeníu niður í það fjórða.

Rúmenska ólympíusambandið kærði þann úrskurð hins vegar til Alþjóða íþróttadómstólsins (Cas) þar sem þjálfarar Chiles voru lengur en mínútu að kæra einkunnina sem hún fékk fyrir gólfæfingarnar.

Einkunin sem Chiles fékk upphaflega, 13.666, stendur því og hún endaði að lokum í 5. sæti.

„Ég ætla að nýta tímann og hætta á samfélagsmiðlum, andlegrar heilsu minnar vegna. Takk fyrir,“ skrifaði Chiles í sögu á Instagram með myndum af fjórum brotnum hjörtum eftir að úrskurður Cas var gerður opinber.

Bandaríska fimleikasambandið segist vera miður sín yfir úrskurði Cas og hefur fordæmt netníð sem Chiles hefur orðið fyrir að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×