Körfubolti

Ó­trú­leg töl­fræði Nikola Jokic á Ólympíu­leikunum

Siggeir Ævarsson skrifar
Jokic sáttur með bronsið
Jokic sáttur með bronsið Twitter@BasketNews_com

Serbinn Nikola Jokic átti alveg hreint ótrúlega Ólympíuleika þegar tölfræðin er skoðuð. Hann leiddi sitt lið í öllum helstu tölfræðiflokkum og var raunar efstur í flestum flokkum einnig heilt yfir meðal allra leikmanna.  

Jokic lauk leikunum með glans þegar Serbía tryggði sér bronsverðlaunin með 93-83 sigri á Þýsklandi. Jokic skilaði þrefaldri tvennu í hús með 19 stig, tólf fráköst og ellefu stoðsendingar en þetta var aðeins fimmta þrefalda tvennan í sögu Ólympíuleikanna.

Yfirlitið yfir tölfræðileiðtoga Serbíu er einsleittSkjáskot FIBA

Af þeim leikmönnum sem komust upp úr undanriðlum leiddi Jokic tölfræðina þegar kemur að stigum, fráköstum og stoðsendingum, en þetta er í fyrsta sinn í sögu Ólympíuleikanna sem sami leikmaðurinn toppar alla þrjá tölfræðiflokkana.

Þrátt fyrir þessa mögnuðu frammistöðu þurfti Jokic að horfa á eftir nafnbótinni „mikilvægasti leikmaðurinn“ til LeBron James. Þeir félagar voru engu að síður báðir valdir í úrvalslið leikanna en allir fimm leikmennirnir þar eiga það sameiginlegt að leika í NBA deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×