„Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 12:30 Ana Barbosu horfir hér upp á stigatöfluna og sér að það er búið að breyta úrslitunum. Hún var þar með búin að missa bronsið sem hún hélt hún hefði unnið en sú rúmenska mun fá það aftur á endanum. Getty/Tim Clayton Rúmenska fimleikakonan Ana Barbosu er aftur orðin handhafi bronsverðlaunanna í gólfæfingum kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa misst þau rétt eftir keppnina sjálfa. Alþjóðaíþróttadómstólinn útskurðaði að athugasemd bandaríska fimleikasambandsins hafi komið nokkrum sekúndum of seint og því hafi fresturinn til að óska eftir breytingu verið runninn út. Yfirlýsing Önu Barbosu á Instagram.@ana_barbosu Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hafði gert athugasemd við erfiðleikastuðul æfingar sinnar sem að hennar mati var of lágur. Dómarar féllust á það og sú hækkun nægði til að koma Chiles úr fimmta sætinu og upp í það þriðja. Barbosu fagnaði eins og hún hefði unnið bronsið áður en hún áttaði sig á breytingunni. Nú hefur sú rúmenska tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Sabrina, Jordan, hugur minn er hjá ykkur,“ skrifaði hin átján ára gamla Barbosu á ensku á Instagram. Hún beinir þar orðum sínum bæði til Jordan Chiles og Sabrinu Maneca-Voinea sem varð fjórða en færðist niður um eitt sæti eftir breytinguna. Chiles þarf að skila bronsinu en Barbosu missti líka af því að stíga upp á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf. Ég veit að þið komið sterkari til baka. Ég vona svo innilega að á næstu Ólympíuleikum munum við allar þrjár vera saman á verðlaunapallinum. Það er sannur draumur minn,“ skrifaði Barbosu. Hún sagði að íþróttafólkið væri aðeins fórnarlamb í þessu máli. „Þetta er ekki okkur íþróttafólkinu að kenna. Það er því sárt að hatrinu sé beint að okkur,“ skrifaði Barbosu. Jordan Chiles varð meðal annars fórnarlamb nettrölla þar sem hótanir rigndu yfir hana á netinu. Eftir að hún missti aftur bronsið þá tók Chiles þá ákvörðun að hætta á samfélagsmiðlum til að passa upp á sína andlegu heilsu. View this post on Instagram A post shared by E! News (@enews) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Alþjóðaíþróttadómstólinn útskurðaði að athugasemd bandaríska fimleikasambandsins hafi komið nokkrum sekúndum of seint og því hafi fresturinn til að óska eftir breytingu verið runninn út. Yfirlýsing Önu Barbosu á Instagram.@ana_barbosu Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hafði gert athugasemd við erfiðleikastuðul æfingar sinnar sem að hennar mati var of lágur. Dómarar féllust á það og sú hækkun nægði til að koma Chiles úr fimmta sætinu og upp í það þriðja. Barbosu fagnaði eins og hún hefði unnið bronsið áður en hún áttaði sig á breytingunni. Nú hefur sú rúmenska tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Sabrina, Jordan, hugur minn er hjá ykkur,“ skrifaði hin átján ára gamla Barbosu á ensku á Instagram. Hún beinir þar orðum sínum bæði til Jordan Chiles og Sabrinu Maneca-Voinea sem varð fjórða en færðist niður um eitt sæti eftir breytinguna. Chiles þarf að skila bronsinu en Barbosu missti líka af því að stíga upp á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf. Ég veit að þið komið sterkari til baka. Ég vona svo innilega að á næstu Ólympíuleikum munum við allar þrjár vera saman á verðlaunapallinum. Það er sannur draumur minn,“ skrifaði Barbosu. Hún sagði að íþróttafólkið væri aðeins fórnarlamb í þessu máli. „Þetta er ekki okkur íþróttafólkinu að kenna. Það er því sárt að hatrinu sé beint að okkur,“ skrifaði Barbosu. Jordan Chiles varð meðal annars fórnarlamb nettrölla þar sem hótanir rigndu yfir hana á netinu. Eftir að hún missti aftur bronsið þá tók Chiles þá ákvörðun að hætta á samfélagsmiðlum til að passa upp á sína andlegu heilsu. View this post on Instagram A post shared by E! News (@enews)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira