Ungt fólk á Íslandi: kjósið ykkur út úr ójöfnuði og ranglæti í jöfnuð og réttlæti! Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. ágúst 2024 08:01 Þjóðfélagið skiptist í hópa á ýmsum forsendum og út frá ýmsum skilgreiningum. Ein skilgreiningin er, að skipta fólki upp í fjármagnseigendur, annars vegar, og þá, sem eru það ekki, hins vegar. Það vantar gott íslenzkt heiti yfir þennan síðari hóp, „skuldarar“ nær því ekki vel - fjármagnseigendur skulda oft líka - og hef ég ákveðið að kalla þennan síðarnefnda hóp „fjármagnsþurfa“. Hér er mest um venjulegt fólk að ræða, frá þeim, sem minna mega sín, upp í miðstétt og jafnvel lengra, en sá hópur, sem þarf fjármagn annarra, fjármagnseigenda, til að fjármagna sínar óskir, þarfir og sína velferð, sítt líf - kannske bíl, íbúð, hús, eða aðrar óskir eða þarfir - er stór hluti þjóðfélagsþegna. Í rauninni má segja, að grunn hagsmunabaráttan í hverju þjóðfélagi fari fram milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa. Báðir hópar þurfa þó á hinum að halda. Fjármagnsþurfar komast ekki undan því, að leita til fjármagnseigenda. Fjármagnseigendur geta, hins vegar, líka ávaxtað sitt pund með margvíslegri annarri fjárfestingu, svo sem í hlutabréfum, verðbréfum, fasteignum, atvinnurekstri o.s.frv. Þeir hafa því oftast haft yfirhöndina í þessum samskiptum. Stóra hagsmunamálið fyrir fjármagnseigendur og fjármagnsþurfa er spurningin um vexti. Hversu háa vexti þurfa fjármagnsþurfar að greiða. Hér hafa fjármagnseigendur lengi haft sterka stöðu, neytt aflsmunar og þvingað fjármagnsþurfa til að greiða háa vexti, oft í slíkum mæli, að við arðráni liggur. Fjármagnsþurfar greiddu þá oft fjámagnið, sem þeir fengu að láni, margfalt til baka vegna hárra vaxtakrafna fjármagns-eigenda. Þannig verða fjármagnseigendur ríkari og ríkari, en fjármagnsþurfar eiga oft í vök að verjast við að tryggja sína stöðu, þrátt fyrir mikið starfsframlag eða aðra harða viðleitni til verðmætasköpunar. Það, sem umfram er daglegum þörfum og grunn eignarmyndun, rennur oft til fjármagnseigenda. Þarna verður til mikið misrétti, mikill ójöfnuður, fjármagnsþurfar vinna og strita, en komast rétt af, á sama tíma og fjármagnseigendur fleyta rjómann ofan af afrakstri erfiðisins og blómstra. Þetta á auðvitað sérstaklega við um þjóðfélög, þar sem vextir eru háir. Þar er Ísland fremst í flokki meðal vestrænna þjóða, vegna okkar örmynntar, íslenzku krónunnar, og þess stjórnarfars og þeirrar peningastefnu, sem hér er rekin, en fjármagnsþurfar verða um þessar mundir að greiða bönkum og fjármagnseigendum frá 11 upp í 18 prósent vexti, þó að verðbólga – hér án húsnæðiskostnaðar, sem á ekki heima í verðbólguútreikningi – sé ekki „nema“ 4,3%. Eru þeir vextir, sem íslenzkir fjármagnsþurfar þurfa að greiða, tvö- eða þrefallt hærri en þeir vextir, sem almennt gerast í hinum vestræna heimi. Þetta stórskaðar auðvitað afkomu og efnahagslega velferð þorra Íslendinga. Er í raun með ólíkindum, að kjósendur hér skuli hafa kosið þessa stórfelldu slagsíðu á sinni afkomu og velferð yfir sig, aftur og aftur, í hundrað ár. Sennilega hefur hér vantað þekkingu og skilning. Gjaldmiðill er efnahagslegt verkfæri og stjórnunartæki. Á bak við gjaldmiðla standa pólítískar hugmyndir og stjórnendur í formi stjórnmálaleiðtoga, fjármálayfirvalda og seðlabanka. Með peningastjórn, gjaldmiðli og ramma utan um hann, er hægt að hafa áhrif á eða stjórna verðgildi gjaldmiðils, stöðugleika hans og þeirri ávöxtun, sem fjármagnseigendur geta tekið eða mega taka af fjármagnsþurfum. Fyrir tilstuðlan ESB, Evrópusambandsins, og Evrópska Seðlabankans, hefur gjaldmiðli sambandsins, Evrunni, nú verið beitt í tvo áratugi til að skapa stóraukið jafnrétti milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa, með innleiðingu algjörrar lágvaxtastefnu, sem aftur byggir á styrk og stöðugleika gjaldmiðilsins. Þannig losna fjármagnseigendur við áhættuna af því, að verðgildi peninga þeirra rýrni, en á sama hátt hefur ávöxtunin, sem fjármagnseigendur og bankar fengu lengi vel, 5-10-15% ársvextir, sem tvöfaldaði kannske fjármuni þeirra á fimm árum, verið færð niður 1-3-5% ársávöxtun, og hefur greiðslubirgði fjármagnsþurfa auðvitað verið létt að sama skapi. Ef litið er til verðbólgu í þessu sambandi, þá hún á Evru-svæðinu nú um 2,5%. Þetta nýja gjaldmiðilsverkfæri, Evran, hefur þannig stórbætt hag fjármagnsþurfa í 26 Evru-löndum og tryggt mörgum þeirra gott og blómlegt líf, sem ella hefði verið draumur einn. Jafnhliða hefur öryggi fjármagnseigenda verið aukið. Það er mál til komið, að Íslendingar setji sig inn í þessi mál og átti sig á því, annars vegar, hversu mikið og öflugt jafnréttistæki Evran er, og, hins vegar, hversu mikill skaðræðisvaldur og ójöfnuðartól krónan er. Ungt fólk á Íslandi; kjósið ykkur nú út úr ójöfnuði og ranglæti inn í jafnrétti og réttlæti með því að styðja Evru-flokka landsins í næstu kosningum. Það er ekki víst, að þær séu langt undan. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðfélagið skiptist í hópa á ýmsum forsendum og út frá ýmsum skilgreiningum. Ein skilgreiningin er, að skipta fólki upp í fjármagnseigendur, annars vegar, og þá, sem eru það ekki, hins vegar. Það vantar gott íslenzkt heiti yfir þennan síðari hóp, „skuldarar“ nær því ekki vel - fjármagnseigendur skulda oft líka - og hef ég ákveðið að kalla þennan síðarnefnda hóp „fjármagnsþurfa“. Hér er mest um venjulegt fólk að ræða, frá þeim, sem minna mega sín, upp í miðstétt og jafnvel lengra, en sá hópur, sem þarf fjármagn annarra, fjármagnseigenda, til að fjármagna sínar óskir, þarfir og sína velferð, sítt líf - kannske bíl, íbúð, hús, eða aðrar óskir eða þarfir - er stór hluti þjóðfélagsþegna. Í rauninni má segja, að grunn hagsmunabaráttan í hverju þjóðfélagi fari fram milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa. Báðir hópar þurfa þó á hinum að halda. Fjármagnsþurfar komast ekki undan því, að leita til fjármagnseigenda. Fjármagnseigendur geta, hins vegar, líka ávaxtað sitt pund með margvíslegri annarri fjárfestingu, svo sem í hlutabréfum, verðbréfum, fasteignum, atvinnurekstri o.s.frv. Þeir hafa því oftast haft yfirhöndina í þessum samskiptum. Stóra hagsmunamálið fyrir fjármagnseigendur og fjármagnsþurfa er spurningin um vexti. Hversu háa vexti þurfa fjármagnsþurfar að greiða. Hér hafa fjármagnseigendur lengi haft sterka stöðu, neytt aflsmunar og þvingað fjármagnsþurfa til að greiða háa vexti, oft í slíkum mæli, að við arðráni liggur. Fjármagnsþurfar greiddu þá oft fjámagnið, sem þeir fengu að láni, margfalt til baka vegna hárra vaxtakrafna fjármagns-eigenda. Þannig verða fjármagnseigendur ríkari og ríkari, en fjármagnsþurfar eiga oft í vök að verjast við að tryggja sína stöðu, þrátt fyrir mikið starfsframlag eða aðra harða viðleitni til verðmætasköpunar. Það, sem umfram er daglegum þörfum og grunn eignarmyndun, rennur oft til fjármagnseigenda. Þarna verður til mikið misrétti, mikill ójöfnuður, fjármagnsþurfar vinna og strita, en komast rétt af, á sama tíma og fjármagnseigendur fleyta rjómann ofan af afrakstri erfiðisins og blómstra. Þetta á auðvitað sérstaklega við um þjóðfélög, þar sem vextir eru háir. Þar er Ísland fremst í flokki meðal vestrænna þjóða, vegna okkar örmynntar, íslenzku krónunnar, og þess stjórnarfars og þeirrar peningastefnu, sem hér er rekin, en fjármagnsþurfar verða um þessar mundir að greiða bönkum og fjármagnseigendum frá 11 upp í 18 prósent vexti, þó að verðbólga – hér án húsnæðiskostnaðar, sem á ekki heima í verðbólguútreikningi – sé ekki „nema“ 4,3%. Eru þeir vextir, sem íslenzkir fjármagnsþurfar þurfa að greiða, tvö- eða þrefallt hærri en þeir vextir, sem almennt gerast í hinum vestræna heimi. Þetta stórskaðar auðvitað afkomu og efnahagslega velferð þorra Íslendinga. Er í raun með ólíkindum, að kjósendur hér skuli hafa kosið þessa stórfelldu slagsíðu á sinni afkomu og velferð yfir sig, aftur og aftur, í hundrað ár. Sennilega hefur hér vantað þekkingu og skilning. Gjaldmiðill er efnahagslegt verkfæri og stjórnunartæki. Á bak við gjaldmiðla standa pólítískar hugmyndir og stjórnendur í formi stjórnmálaleiðtoga, fjármálayfirvalda og seðlabanka. Með peningastjórn, gjaldmiðli og ramma utan um hann, er hægt að hafa áhrif á eða stjórna verðgildi gjaldmiðils, stöðugleika hans og þeirri ávöxtun, sem fjármagnseigendur geta tekið eða mega taka af fjármagnsþurfum. Fyrir tilstuðlan ESB, Evrópusambandsins, og Evrópska Seðlabankans, hefur gjaldmiðli sambandsins, Evrunni, nú verið beitt í tvo áratugi til að skapa stóraukið jafnrétti milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa, með innleiðingu algjörrar lágvaxtastefnu, sem aftur byggir á styrk og stöðugleika gjaldmiðilsins. Þannig losna fjármagnseigendur við áhættuna af því, að verðgildi peninga þeirra rýrni, en á sama hátt hefur ávöxtunin, sem fjármagnseigendur og bankar fengu lengi vel, 5-10-15% ársvextir, sem tvöfaldaði kannske fjármuni þeirra á fimm árum, verið færð niður 1-3-5% ársávöxtun, og hefur greiðslubirgði fjármagnsþurfa auðvitað verið létt að sama skapi. Ef litið er til verðbólgu í þessu sambandi, þá hún á Evru-svæðinu nú um 2,5%. Þetta nýja gjaldmiðilsverkfæri, Evran, hefur þannig stórbætt hag fjármagnsþurfa í 26 Evru-löndum og tryggt mörgum þeirra gott og blómlegt líf, sem ella hefði verið draumur einn. Jafnhliða hefur öryggi fjármagnseigenda verið aukið. Það er mál til komið, að Íslendingar setji sig inn í þessi mál og átti sig á því, annars vegar, hversu mikið og öflugt jafnréttistæki Evran er, og, hins vegar, hversu mikill skaðræðisvaldur og ójöfnuðartól krónan er. Ungt fólk á Íslandi; kjósið ykkur nú út úr ójöfnuði og ranglæti inn í jafnrétti og réttlæti með því að styðja Evru-flokka landsins í næstu kosningum. Það er ekki víst, að þær séu langt undan. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun