Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir minntist Lazar Dukic sem drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. „Við erum öll í sárum,“ skrifaði Anníe Mist í upphafi pistilsins. Hún er ein af stóru röddunum í CrossFit fjölskyldunni og það biðu eflaust margir eftir viðbrögðum frá þessum sexföldum verðlaunahafa á heimsleikunum. Reynt að skrifa þetta í þrjá daga „Ég hef reynt að skrifa þennan pistil í þrjá daga og ég er að gera það miður mín. Það þarf að segja svo miklu meira. Margar hugsanir og tilfinningar eru til staðar en samt geta engin orð náð að fullu yfir það hvernig mér líður og hvað ég vil segja. Ég er harmi slegin, í sárum og reið,“ skrifaði Anníe. „Ég þekkti Lazar frá því þegar við kepptum bæði á undanúrslitamótum Evrópu. Orka hans og gleði var svo sannarlega smitandi. Hann átti eftir svo mikið af sínu lífi,“ skrifaði Anníe. „Ég hef brotnað niður mörgum sinum alla helgina vitandi það að hann verður aldrei með okkur aftur eða í örmum ástvina sinna,“ skrifaði Anníe. „Svo oft hef ég sjálf staðið á ráslínunni hrædd við það sem beið mín. Ég sagði sjálfri mér að allur sársaukinn sem ég myndi finna væri bara tímabundinn. Ég fann huggun í því að ef ég færi yfir mín mörk þá yrði alltaf einhver til að toga mig upp. Það var enginn til að toga Lazar upp,“ skrifaði Anníe. Mér þykir þetta svo leitt Lazar „Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar og fjölskyldu hans. Mér þykir þetta svo leitt Lazar,“ skrifaði Anníe. „Ég bið fyrir fjölskyldu hans og vinum á þessum óhugsandi tímamótum,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Við erum öll í sárum,“ skrifaði Anníe Mist í upphafi pistilsins. Hún er ein af stóru röddunum í CrossFit fjölskyldunni og það biðu eflaust margir eftir viðbrögðum frá þessum sexföldum verðlaunahafa á heimsleikunum. Reynt að skrifa þetta í þrjá daga „Ég hef reynt að skrifa þennan pistil í þrjá daga og ég er að gera það miður mín. Það þarf að segja svo miklu meira. Margar hugsanir og tilfinningar eru til staðar en samt geta engin orð náð að fullu yfir það hvernig mér líður og hvað ég vil segja. Ég er harmi slegin, í sárum og reið,“ skrifaði Anníe. „Ég þekkti Lazar frá því þegar við kepptum bæði á undanúrslitamótum Evrópu. Orka hans og gleði var svo sannarlega smitandi. Hann átti eftir svo mikið af sínu lífi,“ skrifaði Anníe. „Ég hef brotnað niður mörgum sinum alla helgina vitandi það að hann verður aldrei með okkur aftur eða í örmum ástvina sinna,“ skrifaði Anníe. „Svo oft hef ég sjálf staðið á ráslínunni hrædd við það sem beið mín. Ég sagði sjálfri mér að allur sársaukinn sem ég myndi finna væri bara tímabundinn. Ég fann huggun í því að ef ég færi yfir mín mörk þá yrði alltaf einhver til að toga mig upp. Það var enginn til að toga Lazar upp,“ skrifaði Anníe. Mér þykir þetta svo leitt Lazar „Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar og fjölskyldu hans. Mér þykir þetta svo leitt Lazar,“ skrifaði Anníe. „Ég bið fyrir fjölskyldu hans og vinum á þessum óhugsandi tímamótum,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira