Erlent

Fyrsta dauðfallið stað­fest í eldunum á Grikk­landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Um 700 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana frá því á Sunnudag. 
Um 700 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana frá því á Sunnudag.  Socrates Baltagiannis/Getty Images

Grikkir berjast enn við mikla skógarelda í grennd við höfuðborgina Aþenu og í gær varð fyrsta dauðsfallið af þeirra völdum.

Slökkviliðsmenn fundu illa brunnið lík sem talið er af konu inni í búð í bænum Vrilissa, norður af höfuðborginni. Þúsundir hafa verið fluttir á brott vegna hamfaranna og er búist við að ástandið vari áfram næstu daga. Slökkvistarf hefur sumstaðar gengið vel en á vissum svæðum brenna eldarnir þó nokkuð óheftir enn.

Rúmlega 700 slökkviliðsmenn á 200 slökkviliðsbílum og 35 slökkviliðsflugvélum hafa barist við eldinn síðustu daga en sá fyrsti kviknaði á sunnudagskvöld. Tveir slökkviliðsmenn eru sárir en í gær loguðu eldar á fjörutíu aðskildum svæðum og náðu eltungurnar sumstaðar 25 metra hæð.

Reykinn hefur lagt yfir höfuðborgina Aþenu þar sem borgarbúar notuðu grímur utandyra í gær.


Tengdar fréttir

Miklir eldar í grennd við Aþenu

Þúsundum íbúa á svæðinu norður af Aþenu hefur verið gert að yfirgefa heimili sín sökum mikilla kjarr- og skógarelda sem þar geisa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×